Þóra Guðrún Friðriksdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þóra Guðrún Friðriksdóttir.

Þóra Guðrún Friðriksdóttir húsfreyja fæddist 8. desember 1914 á Þinghóli í Kræklingahlíð í Eyjaf. og lést 4. júní 1983.
Foreldrar hennar voru Friðrik Jóhannes Sigurjónsson bóndi, síðar sjómaður, verkamaður frá Féeggsstöðum í Hörgárdal, f. 20. febrúar 1885, d. 30. maí 1964, og fyrri kona hans Baldvina Anna Hallgrímsdóttir frá Möðruvöllum í Hörgárdal, húsfreyja, f. 31. mars 1886, d. 9. apríl 1923.

Þóra var með foreldrum sínum, í Þinghól 1920, en móðir hennar lést 1923.
Hún fór til Eyja og þaðan 1930 að Norður-Hvoli í Mýrdal, var þar vinnukona 1930-1931, fór þá til Reykjavíkur.
Þau Leó giftu sig, bjuggu á Akureyri, en skildu.
Hún var ráðskona í Mörk á Síðu 1949-1950, bústýra í Hveragerði 1950, síðar húsfreyja í Reykjavík.
Þau Ólafur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík.
Þóra lést 1983 og Ólafur 2013.

I. Maður Þóru Guðrúnar, (skildu). var Leó Guðmundsson frá Holtaseli í Eyjafirði, bifreiðastjóri, pípulagningamaður, f. 24. október 1910, d. 8. maí 1994. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson, f. 3. júlí 1888, d. 17. september 1937, og Margrét Jóhannesdóttir, f. 7. maí 1877, d. 21. janúar 1936.
Börn þeirra:
1. Friðrik Jón Leósson pípulagningamaður í Höfn á Svalbarðsströnd, f. 5. nóvember 1933, d. 21. maí 1995. Kona hans Ásdís Ásgeirsdóttir.
2. Gestur Kristján Jónsson, kjörbarn Jóns Vigfússonar og Guðrúnar Sigurbjarnardóttur, f. 16. janúar 1936, d. 16. febrúar 2004.
3. Matthías Leó Jónsson, gefinn til ættleiðingar, f. 25. mars 1937, d. 12. nóvember 1984.
4. Reynir Örn Leósson, f. 11. febrúar 1939, d. 30. desember 1982.
5. Svanhildur Sumarrós Leósdóttir, f. 4. ágúst 1940, d. 18. september 2009.
6. Anna Maren Leósdóttir, f. 21. október 1941.

II. Maður Þóru Guðrúnar var Ólafur Friðriksson frá Mörk á Síðu, verkamaður, bifreiðastjóri, f. 23. október 1926, d. 8. ágúst 2013. Foreldrar hans voru Friðrik Kristófersson söðlasmiður, bóndi, f. 8. maí f. 1890, d. 25. maí 1974, og kona hans Steinunn Ólafsdóttir frá Mörtungu, V.-Skaft., húsfreyja, f. 31. júlí 1894, d. 16. maí 1988.
Börn þeirra:
7. Steinunn Björk Ólafsdóttir, f. 9. ágúst 1950.
8. Jónína Björk Ólafsdóttir, f. 5. mars 1952.
9. Friðrik Ólafur Ólafsson, f. 11. september 1956, d. 12. febrúar 2003.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 25. júní 1994. Minning Léós.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.