Þórður Oddgeirsson (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sr. Þórður og Þóra Ragnheiður.
Ólafía Sigríður Árnadóttir.

Sr. Þórður Oddgeirsson yngsti frá Ofanleiti, prestur og prófastur á Sauðanesi í N-Þing. fæddist 1. september 1883 í Miklaholti í Hnappadalssýslu og lést 3. ágúst 1966.
Foreldrar hans voru sr. Oddgeir Þórðarson Guðmundsen prestur, síðast að Ofanleiti, f. 11. ágúst 1849, d. 2. janúar 1924, og kona hans Anna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1848, d. 2. desember 1919.

Börn Oddgeirs og Önnu voru:
1. Guðmundur Oddgeirsson, f. 28. maí 1876 að Felli í Mýrdal, d. 5. nóvember 1920. Stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, kvæntur danskri konu.
2. Jóhanna Andrea Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1877 að Felli í Mýrdal, d. 17. nóvember 1906. Hún var miðkona Magnúsar Jónssonar sýslumanns, síðar bæjarfógeta í Hafnarfirði.
3. Guðrún Sigríður Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 11. júní 1878 að Felli í Mýrdal, d. 3. maí 1968. Hún var þriðja kona Magnúsar Jónssonar sýslumanns, síðar bæjarfógeta í Hafnarfirði.
4. Margrét Andrea Oddgeirsdóttir húsfreyja í Winnipeg, f. 25. september 1879 að Felli í Mýrdal, d. 6. mars 1966 í Californíu. Maður hennar var Skúli Gissurarson Barneson bakarameistari.
5. Þórður Oddgeirsson, f. 19. september 1880 að Felli í Mýrdal, d. 28. september 1880.
6. Þórður Oddgeirsson, f. 11. nóvember 1881 að Felli í Mýrdal, d. 13. júlí 1882.
7. Jóhannes Oddgeirsson, f. 16. júlí 1882 að Miklaholti, d. 16. júlí 1882.
8. Þórður Oddgeirsson yngsti, prestur og prófastur á Sauðanesi í N-Þing., f. 1. september 1883 í Miklaholti, d. 3. ágúst 1966. Hann var fyrr kvæntur Þóru Ragnheiði Þórðardóttur, síðar Ólafíu Sigríði Árnadóttur.
9. Guðlaug Oddgeirsdóttir verkakona, f. 20. janúar 1885 í Miklaholti, d. 21. desember 1966.
10. Björn Oddgeirsson, tvíburi, verkamaður í Winnipeg, f. 18. mars 1886 í Miklaholti, d. 9. janúar 1983, ókvæntur.
11. Haraldur Oddgeirsson, tvíburi, f. 18. mars 1886 í Miklaholti, d. 30. júlí 1886.
12. Páll Oddgeirsson kaupmaður og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, f. 5. júní 1888 í Kálfholti í Holtum, Rang., d. 24. júní 1871. Kona hans var Matthildur Ísleifsdóttir.
13. Ingibjörg Oddgeirsdóttir, f. 17. ágúst 1889 í Kálfholti í Holtum, d. 1. júní 1890.
14. Auróra Ingibjörg Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1890 að Ofanleiti, d. 15. febrúar 1945. Maður hennar var Þorvaldur Guðjónsson formaður. Þau skildu.
15. Sigurður Oddgeirsson vélstjóri og verkamaður í Reykjavík, f. 24. apríl 1892 að Ofanleiti, d. 1. júní 1963. Kona hans var Ágústa Þorgerður Högnadóttir

Þórður var með foreldrum sínum í Miklaholti í Hnappadalssýslu, var með þeim í Kálfholti í Holtum 1886-1889 og fluttist með þeim að Ofanleiti 1890.
Hann var nemandi í Reykjavíkurskóla 1901, varð stúdent 1906, cand. theol. 1910.
Þórður vígðist 1910 aðstoðarprestur að Sauðanesi á Langanesi og á Skeggjastöðum í Þistilfirði og Svalbarði á Sléttu. Honum var veitt Bjarnanesprestakall við Hornafjörð 1913, gegndi því 1914-1918, fékk Sauðanes 1918 og jafnframt Skeggjastaði og Svalbarð og gegndi þeim til ársins 1955.
Hann var prófastur í N-Þingeyjarprófastsdæmi frá 1. janúar 1942-1955.
Sr. Þórður var tvíkvæntur, eignaðist 8 börn með fyrri konu sinni og ól upp dótturson sinn, en síðara hjónaband hans var barnlaust.

I. Fyrri kona sr. Þórðar, (2. apríl 1910), var Þóra Ragnheiður Þórðardóttir húsfreyja úr Reykjavík, f. 29. janúar 1882, d. 19. júní 1950 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson verslunarmaður, f. 18. ágúst 1852, d. 11. janúar 1899, og kona hans Helga Jónatansdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1849, d. 15. október 1925.
Börn þeirra:
1. Oddgeir Theodór Þórðarson bókari í Reykjavík, f. 30. nóvember 1911, d. 18. október 1978. Fyrri kona hans var Sigríður Eggertsdóttir, f. 3. apríl 1909 í Hafnarfirði, d. 22. maí 1943 á Vífilsstöðum. Síðari kona hans var Victoria Mary Martin Oddgeirsson húsfreyja, f. 23. desember 1911, d. 27. janúar 1978.
Barnsmóðir Oddgeirs Theodórs var Gunnhildur Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur frá Eskifirði, f. 25. september 1922, d. 17. febrúar 2005.
2. Hanna Andrea Þórðardóttir húsfreyja og saumakona í Reykjavík, f. 24. desember 1912 á Sauðanesi á Langanesi, d. 30. júní 2008. Maður hennar var Sigurjón Guðbergsson málarameistari, f. 1. ágúst 1907, d. 3. janúar 1984.
3. Haukur Þórðarson Oddgeirsson starfsmaður hjá þýska sendiráðinu í Reykjavík, f. 4. maí 1914 á Sauðanesi, d. 29. júní 1966. Hann var ókvæntur og barnlaus.
4. Anton Emil Þórðarson lagermaður hjá Kaupfélaginu á Þórshöfn, f. 5. nóvember 1915 í Bjarnanesi í A-Skaft., d. 16. janúar 1997.
5. Helga Þórðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 18. nóvember 1917 í Bjarnanesi í A-Skaft., d. 25. nóvember 2004. Maður hennar var Björn Pálsson aðalbókari hjá Reykjavíkurhöfn, f. 20. maí 1923, d. 21. maí 2003.
6. Anna Þórðardóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f. 3. desember 1919 á Sauðanesi á Langanesi, d. 23. apríl 2000. Maður hennar var Óskar Jósefsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 14. september 1919.
7. Þórður Guðmundur Þórðarson bifreiðastjóri á Þórshöfn, f. 6. apríl 1921, d. 12. desember 2003. Kona hans var Ólöf Jóhannsdóttir húsfreyja, verslunarmaður frá Hvammi í Þistilfirði, f. 2. nóvember 1927, d. 8. ágúst 2012.
8. Gyða Þórðardóttir húsfreyja á Þórshöfn, f. 10. júlí 1924 á Sauðanesi. Maður hennar Aðalbjörn Arngrímsson flugvallarstjóri, f. 8. mars 1907, d. 23. janúar 1989.
Fóstursonur Þórðar, dóttursonur, sonur Önnu Þórðardóttur, var
9. Sturla Emil Oddgeirsson, f. 13. apríl 1944 í Reykjavík, d. 29. apríl 1956 í Reykjavík.

II. Síðari kona sr. Þórðar, (7. apríl 1951), var Ólafía Sigríður Árnadóttir húsfreyja frá Gerðakoti á Miðnesi, f. 8. maí 1895, d. 15. mars 1962. Foreldrar hennar voru Árni Eiríksson bóndi í Gerðakoti, f. 11. október 1856, d. 14. mars 1908, og kona hans Elín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1861, d. 22. desember 1946.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.