Þórður Kristinn Júlíusson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórður Kristinn Júlíusson.

Þórður Kristinn Júlíusson rafvirki fæddist 19. júlí 1928 á Ísafirði og lést 4. september 2016 á Landakoti.
Foreldrar hans voru Júlíus Sigurðsson frá Akureyri, prentari, f. 15. júlí 1894, d. 7. febrúar 1960, og kona hans Sigurbjörg Eiríksdóttir frá Patreksfirði, húsfreyja, f. 22. október 1896, d. 24. september 1967.

Börn Sigurbjargar og Júlíusar:
1. Sigurður Norðmann Júlíusson verkamaður í Reykjavík, f. 14. júlí 1918 á Patreksfirði, d. 25. desember 1981.
2. Aðalheiður Ragna Júlíusdóttir húsfreyja í Kanada, f. 9. apríl 1923 á Ísafirði, d. í maí 2000. Maður hennar Leivi Otto Hansen.
3. Soffía Eydís Júlíusdóttir iðnverkakona, síðast á Egilsstöðum, S.-Múl., f. 17. september 1925 á Ísafirði, d. 19. mars 1968.
4. Þórður Kristinn Júlíusson rafvirki í Kópavogi, f. 19. júlí 1928 á Ísafirði, d. 4. september 2016.
5. Gunnar Agnar Júlíusson símsmiður, yfirdeildarstjóri í Reykjavík, f. 28. júní 1936 á Ísafirði, d. 14. febrúar 2009. Kona hans Gyða Gunnarsdóttir.

Þórður var með foreldrum sínum, á Ísafirði, flutti með þeim til Siglufjarðar, Eyja og Reykjavíkur.
Hann lærði rafvirkjun.
Þórður stundaði sjómennsku á yngri árum, en vann við rafvirkjun til 70 ára aldurs, lengst hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Þau Þórdís Helga giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn.
Þórður lést 2016.

I. Kona Þórðar, (6. desember 1958), var Þórdís Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, iðnverkakona, f. 10. desember 1927, d. 15. júlí 2022. Foreldrar hennar voru Guðmundur Tyrfingsson frá Ártúnum á Rangárvöllum, bóndi í Vetleifsholtsparti, f. 8. desember 1893, d. 1. mars 1932, og kona hans Guðbjörg Guðnadóttir frá Hamarskoti í Gaulverjabæjarhreppi, húsfreyja, f. 12. mars 1892, d. 21. júlí 1972.
Börn þeirra:
1. Birgir Þórðarson, f. 21. júlí 1956. Kona hans Unnur María Ólafsdóttir.
2. Leifur Ottó Þórðarson, f. 30. nóvember 1961. Sambúðarkona hans Gróa Hafdís Jónsdóttir.
3. Júlíus Þórðarson, f. 13. mars 1964. Kona hans Katrín Níelsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 14. September 2016. Minning Þórðar.
  • Morgunblaðið 25. júlí 2022. Minning Þórdísar Helgu.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.