Þórður Björnsson (vinnumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórður Björnsson fæddist 28. júlí 1851 á Rofunum í Mýrdal og lést 23. ágúst 1922 á Gjábakka í Eyjum.
Foreldrar hans voru Björn Árnason vinnumaður, húsmaður, bóndi, f. 1798 í Kerlingardal, og kona hans Guðfinna Bjarnadóttir vinnukona, húskona, húsfreyja, f. 23. október 1807 í Skammadal, d. 28. nóvember 1887 í Fagradal.

Þórður var með foreldrum sínum á Rofunum til 1854/5 og aftur 1858-1860, fósturbarn í Kerlingardal 1860-1869/70, vinnumaður í Reynisholti 1870-1879, í Fagradal 1879-1891, fyrirvinna í Hellum 1891-1893, vinnumaður í Bólstað 1893-1898, í Fagradal 1898-1904, í Norður-Vík 1904-1914.
Hann flutti til Eyja 1915, var vinnumaður á Gjábakka þar 1920 og áfram til æviloka.
Þórður lést 1922.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.