Óskar Ólafsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Ólafsson sjómaður, vélstjóri fæddist 26. september 1965.
Foreldrar hans Ólafur Óskarsson pípulagningamaður, f. 27. maí 1944, d. 9. ágúst 1986, og kona hans Harpa Njálsdóttir Andersen húsfreyja, verslunarmaður, félagsliði, f. 10. ágúst 1948.

Óskar var með foreldrum sínum, á Boðaslóð .
Hann lærði vélstjórn í Framhaldsskólanum í Eyjum.
Hann hóf sjómennsku 1985, var á ýmsum bátum, m.a. á Smáey, Bergey Valdimar Sveinssyni, Emmu, Breka, Halkion, en hefur verið yfirvélstjóri á Þórunni Sveinsdóttur um langt skeið.
Þau Alda giftu sig 1986, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Kirkjulandi við Birkihlíð 12..

I. Kona Óskars, (12. júlí 1986), er Alda Jóhanna Jóhannsdóttir sjúkraliði, fótaaðgerðafræðingur, f. 10. október 1963.
Börn þeirra:
1. Birna Ósk Óskarsdóttir kennari, deildarstjóri í Stapaskóla í Njarðvík, f. 7. september 1985. Maður hennar Ingi Þór Þórisson.
2. Ólafur Óskarsson sjómaður í Reykjavík, f. 13. maí 1989. Sambúðarkona hans Kristjana Ósk Ægisdóttir.
3. Jóhann Ingi Óskarsson húsasmiður, f. 28. janúar 1997. Sambúðarkona hans Þórey Hallgrímsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.