Ólafur Guðjónsson (Stóru-Mörk)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Guðjónsson frá Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum, útgerðarmaður, bifreiðastjóri fæddist 4. september 1893 og lést 2. janúar 1932.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson, þá vinnumaður á Barkarstöðum í Fljótshlíð, síðar bóndi í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, f. 11. júní 1857, d. 10. mars 1923, og Kristín Ólafsdóttir, þá vinnukona í Stóru-Mörk, síðar bústýra Guðjóns í Mið-Skála, f. 4. október 1866, d. 2. september 1956.

Ólafur var vinnumaður í Stóru-Mörk 1910, flutti til Eyja 1920, var útgerðarmaður og bifreiðastjóri á Stóru-Heiði 1930.
Þau Þóra hófu sambúð, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Helli við Vestmannabraut 13b, Valhöll við Strandveg 43a, á Stóru-Heiði við Sólhlíð 19, í Stakkholti við Vestmannabraut 49.
Hjá þeim var vinnukona 1930, Guðrún Ágústa Sigurjónsdóttir, f. 24. mars 1913 í Vindheimi, systir Þóru.

I. Sambúðarkona Ólafs var Þóra Sigurveig Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 5. apríl 1905 í Hellisfirði, S.-Múl., d. 21. júlí 1983.
Börn þeirra:
1. Helga Sigríður Ólafsdóttir, f. 13. mars 1925 í Bjarnaborg í Neskaupstað, d. 29. september 2011.
2. Kristinn Guðjón Ólafsson bifreiðastjóri í Rvk, f. 3. október 1926 í Helli, d. 23. júlí 1993.
3. Áslaug Ólafsdóttir (Áslaug White) húsfeyja í Bandaríkjunum, f. 17. október 1927 í Valhöll, d. 29. september 2000. . Maður hennar Samuel White.
4. Sigrún Ólafsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 24. júní 1929 í Valhöll. d. 26. apríl 1989. Maður hennar William David Huges.
5. Alfreð Ólafsson, f. 17. júní 1930 á Heiði, d. 9. mars 2018. Barnsmóðir hans Henny Sørensen, f. 24. nóvember 1933 í Danmörku.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.