Ólafía Sigurðardóttir (Fögrubrekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafía Sigurðardóttir frá Njarðvík, Gull., húsfreyja fæddist þar 11. mars 1899 og lést 22. september 1978.
Foreldrar hennar voru og Guðný Jónsdóttir húsfreyja í Móakoti á Vatnsleysuströnd, ráðskona í Junkaragerði í Höfnum, húsfreyja í Merkinesi í Höfnum, f. 12. ágúst 1861, d. 15. ágúst 1944, og fyrri maður hennar Sigurður Pétur Sigurðsson bóndi í Móakoti, f. 9. júlí 1861 á Ólafsfirði, d. 1899.

Ólafía var niðursetningur í Hákoti í Njarðvíkursókn 1901, var hjá vandalausum í Tjarnarkoti þar 1910.
Hún flutti til Eyja 1914.
Þau Pétur giftu sig 1916 í Eyjum, eignuðust þrjú börn í Eyjum, en misstu eitt þeirra á öðru ári þess. Þau bjuggu í Hvíld við Faxastíg 14, á Jaðri við Vestmannabraut 6 og á Fögrubrekku við Vestmannabraut 68.
Þau fluttu úr Eyjum um miðjan þriðja áratug 20. aldar, voru í Merkinesi í Höfnum 1930.
Pétur lést 1946.
Ólafía eignaðist barn með Óla Olsen 1926.
Ólafía bjó síðast á Vífilsgötu 17 í Reykjavík. Hún lést 1978.

I. Maður Ólafíu, (4. nóvember 1916), var Pétur Stefánsson sjómaður, verkamaður, f. 5. október 1885 í Hofssókn í Skagafirði, d. 20. mars 1946.
Börn þeirra var
1. Sigríður Lovísa Pétursdóttir, f. 9. mars 1917 í Hvíld, d. 22. apríl 1999.
2. Guðný Sigurða Pétursdóttir, f. 16. nóvember 1919 á Jaðri, d. 20. maí 1921.
3. Unnur Guðfinna Pétursdóttir, f. 15. apríl 1921 á Fögrubrekku, d. 8. júní 2009. Fyrrum sambúðarmaður hennar Sigurður Breiðfjörð Ólafsson.

II. Barnsfaðir Ólafar var Óli Kristján Olsen, f. 6. júlí 1899, d. 20. júní 1943.
Barn þeirra:
4. Harry Ólsen Ólason, f. 15. nóvember 1926, d. 26. nóvember 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.