Ólafía Andrésdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafía Andrésdóttir.

Ólafía Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 26. mars 1951 í Reykjavík.
Foreldrar hennar Andrés Björnsson Ólafsson bifvélavirki, f. 23. maí 1921 í Reykjavík, d. 26. júlí 1989, og Þorgerður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1925 á Djúpavogi, d. 30. ágúst 2006.

Ólafía varð gagnfræðingur í Vogaskóla í Rvk 1967, lauk hjúkrunarnámi í H.S.Í. í október 1972, stundaði framhaldsnám í barnahjúkrun á Barnaspítala Hringsins í eitt ár.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, handlækningadeild október 1972-1. janúar 1973, Barnaspítala Hringsins janúar 1973- maí 1975, Sjúkrahúsinu í Eyjum maí 1975-mars 1976, Barnaspítala Hringsins, vökudeild, apríl 1976-júlí s. ár., á handlækningadeild Borgarspítalans frá 15. ágúst 1976-1. maí 1977, slysadeild frá 1. maí 1977-1. október 1984, á handlækningadeild Borgarspítalans 1984-1995, í Handlæknastöðiunni í Glæsibæ 1995-2001, á Landspítalanum 2001-2021.
Þau Árni giftu sig 1971, eignuðust tvö börn.

I. Maður Ólafíu, (24. nóvember 1971), er Árni Guðbjörnsson húsasmiður, f. 28. maí 1950. Foreldrar hans voru Guðbjörn Árnason, f. 8. maí 1920, d. 25. mars 1961, og Helga Sigríður Gísladóttir, f. 12. mars 1929, d. 16. mars 2005.
Barn þeirra:
1. Þorbjörg Dögg Árnadóttir skrifstofumaður, f. 22. mars 1973. Maður hennar Hallgrímur Friðgeirsson.
2. Þorgerður Árnadóttir hárgreiðsludama, f. 9. febrúar 1980. Maður hennar Guðjón Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.