Árni Hannesson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Árni

Árni Hannesson fæddist 10. desember 1921 og lést 4. júní 1999. Hann bjó að Brimhólabraut 12 um miðja síðustu öld en að Dverghamri 19 seinni árin. Bróðir Árna var Einar.

Árni Hannesson frá Hvoli. Var vélstjóri m.a. á Ófeigi II frá um 1950 og tók við formennsku á honum 1955-1958, þegar báturinn var seldur. Með Metu 1959 og var formaður og eigandi m/b Sóma 1970-1971.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Árna:

Græðis á gjöful svæði
Gamla Ófeigi svamlar
Árni, öldur kárni,
aldrei blauður þó kaldi.
Fiskar á fjöldans diska
friðsamur Hannes niður.
Skýr notar nökkva-stýri
njótur til frama skjótur.

MyndirHeimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.
  • Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum

Sjá einnig á Heimaslóð: Árni Hannesson (Hvoli)