Árni Gunnar Björnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Árni Gunnar Björnsson.

Árni Gunnar Björnsson vélvirki, vélstjóri fæddist 24. október 1925 á Fögruvöllum við Strandveg 39c og lést 17. febrúar 2007 á Hrafnistu í Rvk.
Foreldrar hans voru Björn Ketilsson frá Ketilsstöðum í Mýrdal, sjómaður, síðar trésmíðameistari, f. þar 21. ágúst 1896, d. 24. apríl 1982, og kona hans Ólöf Guðríður Árnadóttir frá Skammadalshóli í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 23. febrúar 1884, d. 17. mars 1972.

Börn Ólafar og Björns:
1. Halldór Guðjón Björnsson, f. 17. júlí 1921 á Sælundi, d. 2. ágúst 1921.
2. Ragnhildur Björnsdóttir, f. 1. desember 1922 í Nikhól, d. 1. ágúst 1923.
3. Ragna Klara Björnsdóttir húsfreyja, ræstitæknir í Reykjavík, f. 31. maí 1924 á Kirkjuhól, d. 19. júní 2009.
4. Árni Gunnar Björnsson vélvirki, f. 24. október 1925 á Fögruvöllum, d. 17. febrúar 2007.
5. Óskar Björnsson, f. 31. mars 1927, d. 1. apríl 1927.
6. Halldór Guðjón Björnsson verkalýðsleiðtogi, f. 16. ágúst 1928, d. 8. febrúar 2019.
Fósturbarn þeirra:
7. Guðmunda Jóna Margrét Guðmundsdóttir frá Stapa, húsfreyja, f. 19. desember 1922, d. 10. október 1984.

Árni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði vélsmíði og vélvirkjun í Vélsmiðju Sigurðar Sveinbjörnssonar í Rvk, lauk sveinsprófi 1946 og námi í plötusmíði hjá Gunnari Brynjólfssyni sama ár. Síðar lærði hann vélstjórn í Sjómannaskólanum í Reykjavík.
Árni var vélstjóri og sjómaður í allmörg ár uns hann réðst til Olíufélagsins Essó, vann þar til 1995, er hann lauk störfum vegna aldurs.
Þau Pálína giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn.
Pálína lést 1996 og Árni 2007.

I. Kona Árna, (9. janúar 1960), var Pálína G. Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1930, d. 20. apríl 1996. Foreldrar hennar voru Þorsteinn S. Ólafsson bifreiðastjóri, f. 22. apríl 1899 í Rvk, d. 17. ágúst 1937, og kona hans Júlíana Á. Gísladóttir húsfreyja, f. 10. júní 1898, d. 1. júlí 1982.
Börn þeirra:
1. Júlíana Árnadóttir, f. 22. desember 1957. Maður hennar Guðmundur Árnason.
2. Ólöf Guðríður Árnadóttir, f. 11. september 1959. Maður hennar Börkur Guðjónsson.
3. Ester Árnadóttir, f. 30. september 1960. Maður hennar Hallmundur Hafberg.
4. Björn Árnason, f. 28. febrúar 1966. Kona hans Laufey Guðmundsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 27. febrúar 2007. Minning.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.