Árni Gíslason (bifreiðastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árni Jón Gíslason á Borg við Heimagötu 3a, vörubifreiðastjóri, verslunarmaður fæddist 15. febrúar 1904 og lést 13. ágúst 1963.
Foreldrar hans voru Gísli Þorfinnsson bóndi á Miðhúsum í Blönduhlíð, Skagaf., f. 23. september 1899, d. 26. maí 1936, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1863, d. 7. janúar 1941.

Árni var með foreldrum sínum.
Hann var vinnumaður á Miðhúsum 1920, bifreiðastjóri í Reykjavík 1930.
Þau Ástrún giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Borg við fæðingu Ragnheiðar Dóru 1933, fluttust á Sauðárkrók. Þar var Árni bifreiðastjóri og verslunarmaður.
Árni lést 1963 og Ástrún 1981.

I. Kona Árna Jóns var Ástrún Sigfúsdóttir frá Mælifelli í Skagafirði, húsfreyja, f. 21. október 1897, d. 2. nóvember 1981.
Börn þeirra:
1. Ragnheiður Dóra Árnadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 8. júlí 1933 á Borg, d. 13. desember 2020.
2. Sigfús Jón Árnason prestur, f. 20. apríl 1938. Fyrri kona hans Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir. Kona hans Anna María Pétursdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 18. desember 2020. Minning Ragnheiðar Dóru.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.