„Valgerður Þórðardóttir (húsfreyja)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 13: Lína 13:
1. [[Gunnar Guðnason (arkitekt)|Gunnar Guðnason]] arkitekt, f. 1. janúar 1951. Kona hans [[Erna Olsen (bókavörður)|Erna Olsen]].<br>
1. [[Gunnar Guðnason (arkitekt)|Gunnar Guðnason]] arkitekt, f. 1. janúar 1951. Kona hans [[Erna Olsen (bókavörður)|Erna Olsen]].<br>
2. [[Þórólfur Guðnason (læknir)|Þórólfur Guðnason]] barnalæknir, sóttvarnalæknir, f. 28. október 1953. Kona hans [[Sara Hafsteinsdóttir]].<br>
2. [[Þórólfur Guðnason (læknir)|Þórólfur Guðnason]] barnalæknir, sóttvarnalæknir, f. 28. október 1953. Kona hans [[Sara Hafsteinsdóttir]].<br>
3. [[Guðni Björgvin Guðnason (yngri)|Guðni Björgvin Guðnason]] tölvunarfræðingur, ráðgjafi, f. 30. september 1961. Kona hans Ásta Björnsdóttir.
3. [[Guðni Björgvin Guðnason (yngri)|Guðni Björgvin Guðnason]] tölvunarfræðingur, ráðgjafi, framkvæmdastjóri hjá RARIK, f. 30. september 1961. Kona hans Ásta Björnsdóttir.
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  

Núverandi breyting frá og með 28. október 2023 kl. 14:48

Valgerður Þórðardóttir.

Valgerður Þórðardóttir frá Efri-Úlfsstaðahjáleigu (síðar Sléttaból) í A-Landeyjum, húsfreyja fæddist þar 3. mars 1926 og lést 2. febrúar 2005.
Foreldrar hennar voru Þórður Þorsteinsson frá Ártúnum, bóndi, bátsformaður, f. 6. ágúst 1883, d. 26. apríl 1970 á Selfossi, og kona hans Ólöf Guðmundsdóttir frá Syðra-Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 7. október 1891, d. 17. mars 1976.

Valgerður var skráð hjá foreldrum sínum til 1948.
Hún nam í Héraðsskólanum á Laugarvatni og Húsmæðraskólanum á Blönduósi.
Valgerður var verslunarmaður á Hellu, í Eyjum og á Selfossi.
Þau Guðni giftu sig 1951, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hvolsvelli, á Eskifirði 1956-1962, í Eyjum frá 1962-1972, síðast að Grænuhlíð 9, fluttu á Selfoss 1972 og í Kópavog 1999. .
Valgerður lést 2005 og Guðni 2022.

I. Maður Valgerðar, (13. maí 1951), var Guðni Björgvin Guðnason kaupfélagsstjóri, f. 1. apríl 1926, d. 15. janúar 2022.
Börn þeirra:
1. Gunnar Guðnason arkitekt, f. 1. janúar 1951. Kona hans Erna Olsen.
2. Þórólfur Guðnason barnalæknir, sóttvarnalæknir, f. 28. október 1953. Kona hans Sara Hafsteinsdóttir.
3. Guðni Björgvin Guðnason tölvunarfræðingur, ráðgjafi, framkvæmdastjóri hjá RARIK, f. 30. september 1961. Kona hans Ásta Björnsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Morgunblaðið 11. febrúar 2005. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.