Unnur Björg Sigmarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. apríl 2024 kl. 16:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. apríl 2024 kl. 16:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Unnur Björg Sigmarsdóttir''' frá Kirkjuvegi 67, húsfreyja, skrifstofustjóri fæddist 17. september 1964.<br> Foreldrar hennar Sigmar Pálmason sjómaður, fyrrum umboðsmaður, vöruafgreiðslurekandi, f. 23. mars 1943, og kona hans Kristrún Axelsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 12. febrúar 1944. Börn Kristrúnar og Sigmars:<br> 1. Pálmi Sigmarsson viðskiptafræðingur, rekur gistiheimili á Ítalíu, f. 25. desember 1961. Fyrru...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Unnur Björg Sigmarsdóttir frá Kirkjuvegi 67, húsfreyja, skrifstofustjóri fæddist 17. september 1964.
Foreldrar hennar Sigmar Pálmason sjómaður, fyrrum umboðsmaður, vöruafgreiðslurekandi, f. 23. mars 1943, og kona hans Kristrún Axelsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 12. febrúar 1944.

Börn Kristrúnar og Sigmars:
1. Pálmi Sigmarsson viðskiptafræðingur, rekur gistiheimili á Ítalíu, f. 25. desember 1961. Fyrrum kona hans Dagný Hansdóttir. Fyrrum kona Janita Ventsel.
2. Unnur Björg Sigmarsdóttir skrifstofustjóri hjá starfsmannafélgi Vestmannaeyja, f. 17. september 1964. Maður hennar Hlynur Stefánsson.
3. Berglind Sigmarsdóttir tölvufræðingur, rekur veitingastaðinn ,,Gott“, f. 17. maí 1975. Maður hennar Sigurður Friðrik Gíslason.
4. Hildur Sigmarsdóttir, f. 15. maí 1979. Hún er útskrifuð frá Hólum í Hjaltadal, rekur hestabúgarð i Danmörku. Maður hennar Jesper Borub.

Unnur Björg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var skrifstofustjóri hjá starfsmannafélagi Vestmannaeyja.
Unnur var í meistaraflokki í handbolta og var Íslandsmeistari 2003.
Þau Hlynur giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Unnar Bjargar er Hlynur Stefánsson atvinnumaður í knattspyrnu, landsliðsmaður, f. 8. október 1964.
Börn þeirra:
1. Birkir Hlynsson, f. 11. september 1988.
2. Kristrún Ósk Hlynsdóttir, f. 18. júní 1991.
3. Rakel Hlynsdóttir, f. 8. september 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.