Steinn Emilsson

From Heimaslóð
Revision as of 17:55, 26 June 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Steinn Vilhelm Emilsson.

Steinn Vilhelm Emilsson kennari, skólastjóri, jarðvísindamaður fæddist 23. desember 1893 að Kvíabekk í Ólafsfirði og lést 3. desember 1975.
Foreldrar hans voru Emil Guðmundur Guðmundsson prestur, f. 26. júní 1865, d. 28. apríl 1907, og kona hans Jane María Margrét Steinsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1864, d. 29. september 1914.

Steinn varð gagnfræðingur á Akureyri 1915, hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík, fór úr 4. bekk til Noregs og vann við silfurnámur í Kongsbergi 1916, og safnaði steinum og bergtegundum. Hann las allmörg ár jarðfræði, berg- og kristallafræði, vann jafnframt námi í Toldbodens Laboratorium og Schmelcks kemiske Büreau í Ósló. Hann nam jarðfræði og kristallafræði við háskóla í Jena í Þýskalandi 1921-1922, fékk styrk frá Alþingi 1921 til að læra að kljúfa og flokka silfurberg og lærði það í Zeissverksmiðjunni í Jena.
Hann var kennari við kvöldskóla í Eyjum 1923-1924, skólastjóri unglingaskóla Bolungarvíkur 1928-1931 og 1933-1953, skólastjóri barnaskólans þar 1947-1953, kennari barnaskólans og unlingaskólans þar frá 1953-1960, stundakennari unglingaskóla þar 1965-1966, í Menntaskólanum á Akureyri haustið 1969, Menntaskólanum á Ísafirði 1970-1971. Hann kenndi nútíðaríslensku við háskólann í Hamborg 1927-1928, fékkst jafnframt við rannsóknir á sýrufari í íslenskum jarðvegi. Hann var efnaverkfræðingur síldarverksmiðjunnar á Sólbakka í Önundarfirði og á Siglufirði 1928 (mældi þar og aldursákvarðaði síld vísindalega, líklega fyrstur Íslendinga.
Hann var formaður Sparisjóðs Bolungarvíkur og framkvæmdastjóri frá 1942-1962, hreppsnefndarmaður og sýslunefndarmaður. Hann vann að safni um útlendinga, er hafa dvalist hér á landi og eignast afkvæmi, er talin hafa verið Íslendingar (í sambandi við erfðir og áhrif á íslenskan þjóðarstofn).
Rit:
Stefnan 1-3, 1923.
Beträge zur Geologie Islands, í Centralblatt f. Min. etc., 1929.
Lössbildung auf Island, í riti Vísindafélags Íslendinga 1931.
Um jarðveg á Vestfjörðum í riti Búnaðarsambands Vestfjarða 1928-1929.
Margar blaðagreinar.
Ritstjóri: Vesturland 1932.
Þau Guðrún Fanney giftu sig 1931, eignuðust fjögur börn.
Steinn lést 1975 og Fanney 2001.

I. Kona Steins, (3. desember 1931), var Guðrún Fanney Hjálmarsdóttir frá Meiri-Hlíð í Bolungarvík, húsfreyja, f. 21. desember 1912, d. 4. júlí 2001. Foreldrar hennar voru Hjálmar Guðmundsson bóndi, f. 5. ágúst 1879, d. 14. október 1963, og kona hans Kristjana Runólfsdóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1873, d. 27. apríl 1943.
Börn þeirra:
1. Rún Steinsdóttir stúdent, húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 5. júní 1932.
2. Steingerður Steinsdóttir húsfreyja í Rvk, f. 5. maí 1934. Maður hennar Kristmundur Hannesson.
3. Vélaug Steinsdóttir kennari, f. 24. febrúar 1938.
4. Magni Steinsson kennari, f. 16. nóvember 1941.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.