Stefán Thordersen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. júní 2005 kl. 15:55 eftir Skapti (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júní 2005 kl. 15:55 eftir Skapti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Stefán Thordarsen var sóknarprestur að Ofanleiti var alþingismaður Vestmannaeyja 1865 til 1869. Stefan fæddist í Odda á Rangárvöllum þann 5. júní árið 1829. Hann lést í Vestmannaeyjum þann 3. apríl 1889. Foreldrar hans voru Helgi Thordarsen biskup og alþingismaður og Ragnheiður Stefánsdóttir Stephensen. Kvæntist Sigríði (fædd 24. ágúst 1831, dáin 29. mars 1919) þann 4. maí 1865. Sigríður var dóttir Ólafs Stephensen jústisráðs í Viðey. Seinni kona Stefáns hét Marta Stefánsdóttir. Stefán varð stúdent árið 1846 á Bessastöðum. Skráður í stúdentatölu Hafnarháskóla sama ár. Tók annað lærdómspróf árið 1847. Stefán lagði stund á lögfræði í allmörg ár, en tók ekki próf. Hann varð aðstoðarmaður Magnúsar Stephensen sýslumanns í Rangárvallasýslu 1857 og var síðar settur sýslumaður þar síðar til 1859. Síðar settur sýslumaður í Vestmannaeyjum 1860 til 1861. Stefán var prestur í Kálfholti 1864 til 1876 en fékk síðar umboð fyrir Ofanleiti í Vestmannaeyjum 1885 og hélt því til æviloka.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.