Skúli Bjarnason

From Heimaslóð
Revision as of 17:29, 29 March 2023 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Skúli Bjarnason“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Þorsteinn Skúli Bjarnason.

Þorsteinn Skúli Bjarnason húsasmiður í Hafnarfirði fæddist 19. júní 1927 á Sólvöllum við Kirkjuveg 25 og lést 17. febrúar 2018 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Árný Ólöf Skúladóttir frá Presthúsum í Mýrdal, verkakona, f. 20. janúar 1891 á Kvíabóli, d. 23. september 1953 í Reykjavík, og barnsfaðir hennar Bjarni Anton Sigurðsson frá Hólakoti í Skagafirði, sjómaður, bóndi, f. 23. janúar 1901, drukknaði 14. desember 1935.

Skúli var með móður sinni, flutti með henni til Stykkishólms nýfæddur.
Hann flutti til Reykjavíkur 19 ára.
Skúli lærði húsasmíði í Reykjavík.
Hann vann við iðn sína á nokkrum stöðum, flutti til Hafnarfjarðar 1950, stofnaði Trésmíðaverkstæði Benna og Skúla í Hafnarfirði ásamt Beinteini Sigurðssyni og ráku þeir það allan starfsferil sinn, til ársins 2000.
Skúli var einn af stofnendum Lúðrasveitar Stykkishólms, lék síðar með Lúðrasveit Hafnarfjarðar um árabil. hann var virkur í Frímúrarastúkunni Hamri í Hafnarfirði.
Þau Ásta giftu sig 1951, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Hlíðarbraut 9 í Hafnarfirði frá 1956, húsi, sem þau byggðu.
Þorsteinn Skúli lést 2018 og Ásta 2020.

I. Kona Þorsteins Skúla, (2. desember 1951), var Ásta Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona, starfsmaður leikskóla, f. 17. apríl 1928, d. 2. júní 2020. Foreldrar hennar voru Arnór Þorvarðarson verkamaður, f. 6. mars 1897, d. 7. mars 1976, og kona hans Sólveig Sigurðardóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1905, d. 22. júní 1988.
Börn þeirra:
1. Árný Skúladóttir, f. 14. október 1951. Maður hennar Friðrik Guðlaugsson.
2. Sólveig Arnþrúður Skúladóttir, f. 2. október 1957. Barnsfaðir hennar Sveinn Magnússon.
3. Arnór Skúlason, f. 21. nóvember 1959. Kona hans Margrét Þórðardóttir.
4. Skúli Skúlason, f. 21. desember 1964. Kona hans Katrín Guðbjartsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.