„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1984/ Vertíðin 1984“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 16: Lína 16:
15 bátar öfluðu 2976,5 tonni í 212 róðrum eða að jafnaði 14 tonn í löndun. Sigurjón Óskarsson og áhöfn hans á Þórunni Sveinsdóttur VE 401 öfluðu 417,8 tonn í 16 róðrum en aflinn var að miklu leiti ufsi. Gandí VE 171 aflaði 357,1 tonn og Suðurey VE 500 aflaði 289,1 tonn. Suðurey var með meirihluta þorsk í sínum afla.<br>
15 bátar öfluðu 2976,5 tonni í 212 róðrum eða að jafnaði 14 tonn í löndun. Sigurjón Óskarsson og áhöfn hans á Þórunni Sveinsdóttur VE 401 öfluðu 417,8 tonn í 16 róðrum en aflinn var að miklu leiti ufsi. Gandí VE 171 aflaði 357,1 tonn og Suðurey VE 500 aflaði 289,1 tonn. Suðurey var með meirihluta þorsk í sínum afla.<br>
'''Botnvarpa'''<br>
'''Botnvarpa'''<br>
19 bátar öfluðu 714,4 tonn í 101 löndunum, 7,1 tonn að meðaltali. Heldur lélegur afli það hjá togbátum, því lítill sem enginn afli fékkst þegar fjaran var opnuð þann 15. Smáey VE 144 fékk 105,9 tonn í 4 róðrum, Sigurfari VE 138 fékk 80 tonn og Helga Jóh. 41 fékk 77,2 tonn.<br>
19 bátar öfluðu 714,4 tonn í 101 löndunum, 7,1 tonn að meðaltali. Heldur lélegur afli það hjá togbátum, því lítill sem enginn afli fékkst þegar fjaran var opnuð þann 15. Smáey VE 144 fékk 105,9 tonn í 4 róðrum, Sigurfari VE 138 fékk 80 tonn og Helga Jóh. VE 41 fékk 77,2 tonn.<br>
'''Lína'''<br>
'''Lína'''<br>
10 bátar og trillur öfluðu 96,4 tonn. 7 bátar á handfærum fengu 16,3 tonn. Einn bátur á dragnót fékk 12.3 tonn. 52 bátar lönduðu 381,5 tonn í 392 róðrum.<br>
10 bátar og trillur öfluðu 96,4 tonn. 7 bátar á handfærum fengu 16,3 tonn. Einn bátur á dragnót fékk 12.3 tonn. 52 bátar lönduðu 381,5 tonn í 392 róðrum.<br>
'''Togarar'''<br>
'''Togarar'''<br>

Útgáfa síðunnar 17. janúar 2017 kl. 14:49

Vertíðin 1984



JANÚAR byrjaði á miklu kvótaspjalli manna á meðal og sýndist sitt hverjum, en kvóti varð staðreynd. Heildarafli í mánuðinum 1867,4 tonn í 175 löndunum.
Netabátar
Netabátar byrjuðu veiðar og fengu mjög góðan afla, 630 tonn í 35 róðrum eða 18 tonn í róðri að meðaltali, mest bar á aflamanninum Sveini Valdimarssyni og áhöfn hans á Valdimari Sveinssyni VE 22, sem öfluðu 303 tonn í 9 róðrum. Agætis afli varð einnig hjá Ófeig III., Suðurey og Glófaxa. Mest allur aflinn var ufsi.
Botnvarpa
7 bátar byrjuðu í mánuðinum. Heldur lélegur afli, 89,5 tonn í 20 róðrum eða 4,5 tonn í róðri. Sigurfari VE 138 var með mestan afla, 27 tonn í 3 róðrum.
Lína
19 bátar og trillur öfluðu 236,4 tonn. Ágætis afli og mest bar á Guðna á Gjafari VE 600 og áhöfn hans sem öfluðu 87,5 tonn í 12 róðrum. Góður afli á línu í janúar.
Togarar
5 togarar öfluðu 911,3 tonn í 9 sjóferðum eða 101,3 tonn að meðaltali í túr. Breki VE 61 var hæstur með 212,8 tonn í einum túr.
Loðna
Loðnan fannst ekki í veiðanlegu ástandi allan mánuðinn, og var farið að fara um margan manninn við að rassskella sjóinn og veiða ekki neitt.
Veðrið í mánuðinum
Það eru gerðar átta athuganir á sólarhring og tekin er hæsta og lægsta athugun þann sólarhringinn og þannig eru þessir veðurdagar fundnir út. 18 dagar mældust með 9 vindstig eða meira, 5 dagar mældust með 1 vindstig eða minna. 5. jan. var loftvog lægst, 974 mm. 7. jan. var loftvog hæst, 1020 mm.

FEBRÚAR Heildarafli í mánuðinum varð 5425,1 tonn í 406 löndunum.
Netabátar
15 bátar öfluðu 2976,5 tonni í 212 róðrum eða að jafnaði 14 tonn í löndun. Sigurjón Óskarsson og áhöfn hans á Þórunni Sveinsdóttur VE 401 öfluðu 417,8 tonn í 16 róðrum en aflinn var að miklu leiti ufsi. Gandí VE 171 aflaði 357,1 tonn og Suðurey VE 500 aflaði 289,1 tonn. Suðurey var með meirihluta þorsk í sínum afla.
Botnvarpa
19 bátar öfluðu 714,4 tonn í 101 löndunum, 7,1 tonn að meðaltali. Heldur lélegur afli það hjá togbátum, því lítill sem enginn afli fékkst þegar fjaran var opnuð þann 15. Smáey VE 144 fékk 105,9 tonn í 4 róðrum, Sigurfari VE 138 fékk 80 tonn og Helga Jóh. VE 41 fékk 77,2 tonn.
Lína
10 bátar og trillur öfluðu 96,4 tonn. 7 bátar á handfærum fengu 16,3 tonn. Einn bátur á dragnót fékk 12.3 tonn. 52 bátar lönduðu 381,5 tonn í 392 róðrum.
Togarar
5 togarar öfluðu 1609,2 tonn í 14 veiðiferðum eða að jafnaði 114,9 tonn í veiðiferð.
Loðna
2. febrúar byrjaði hér mikil loðnulöndun, enda mörgum farið að lengja eftir henni. Mikil stemmning fylgir hafnarlífinu þegar traffíkin er sem mest. Löndun stóð allan mánuðinn með smá stoppum eftir því sem þrær fylltust.
Veðrið í mánuðinum
21 dagur mældist með 9 vindstig eða meira, 3 dagar mældust með 1 vindstigi eða minna. 5. feb. var loftvog lægst 960 mm. 10. feb. var loftvog hæst 1017 mm.

MARS
Heildarafli í mánuðinum varð 9.449 tonn í 778 löndunum.
Netabátar
22 bátar öfluðu 5.299,3 tonn í 417 róðrum, meðaltal 12,7 tonn í róðri.
Aflamaðurinn Sigurður Georgsson og áhöfn hans á Suðurey VE 500 fengu 568,9 tonn í 26 róðrum. Þórunn Sveinsdóttir VE 401 fékk 466.4 tonn og Gjafar VE 600 fékk 413,4 tonn. Margir aðrir fengu mjög góðan afla þannig að útlitið var mjög gott hjá netabátum.
Togbátar
20 bátar öfluðu 2.133,7 tonn í 196 róðrum, 10,9 tonn í róðri. Logi Snædal og áhöfn hans á Smáey VE 144 fengu 351.7 tonn í 7 róðrum, Frár VE 78 fékk 223 tonn og Sigurfari VE 138