„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1958/ Auðæfi hafsins“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><center>BALDUR JOHNSEN HÉRAÐSLÆKNIR</center></big><br> <big><big><center>Auðæfi hafsins</center></big></big><br> <center>1.</center><br> Þeir sem kvar...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 1: Lína 1:
<br>
<big><center>[[Baldur Johnsen|BALDUR JOHNSEN]] HÉRAÐSLÆKNIR</center></big><br>
<big><center>[[Baldur Johnsen|BALDUR JOHNSEN]] HÉRAÐSLÆKNIR</center></big><br>


<big><big><center>Auðæfi hafsins</center></big></big><br>
<big><big><center>''Auðæfi hafsins</center><br>
   
   
<center>1.</center><br>
<center>1.</center><br>
Þeir sem kvarta undan því að búa á Eyjum í hafi úti, vita áreiðanlega ekki, hvað þeir eru að fara.
Þeir sem kvarta undan því að búa á Eyjum í hafi úti, vita áreiðanlega ekki, hvað þeir eru að fara.<br>
Engir eru raunverulega betur settir en eyjaskeggjar. Ekkert veðurfar er heilnæmara heldur en eyjaloftslagið, og þar tekur sölt austanáttin öllu fram í hollustu. Þeir kynnu að meta það, sem verða að ala aldur sinn í sót- og rykmenguðu lofti stórborganna. Að ég ekki tali um óviðjafnanlega náttúrufegurðina.<br>
Engir eru raunverulega betur settir en eyjaskeggjar. Ekkert veðurfar er heilnæmara heldur en eyjaloftslagið, og þar tekur sölt austanáttin öllu fram í hollustu. Þeir kynnu að meta það, sem verða að ala aldur sinn í sót- og rykmenguðu lofti stórborganna. Að ég ekki tali um óviðjafnanlega náttúrufegurðina.<br>
Engir íbúar jarðarinnar eru ríkari en eyjabúarnir. Þeir hafa frjálsan aðgang að hinum óþrjótandi auðlindum hafsins. Þar er að finna meiri jurtagróður en í sjálfum frumskógum hitabeltisins, og í því ástandi sem öðrum lífverum er heppilegast, sem óteljandi miljónir smáplantna, kísilþörunga.<br>
Engir íbúar jarðarinnar eru ríkari en eyjabúarnir. Þeir hafa frjálsan aðgang að hinum óþrjótandi auðlindum hafsins. Þar er að finna meiri jurtagróður en í sjálfum frumskógum hitabeltisins, og í því ástandi sem öðrum lífverum er heppilegast, sem óteljandi miljónir smáplantna, kísilþörunga.<br>
Þetta sér kafarinn, sem kafar nokkra metra niður, eins og grænleita móðu, sem takmarkar mjög útsýnið, en ef dropa úr þessum sjó er brugðið undir smásjá, sést, að dropinn er troðfullur af smáplöntum, og nokkrum smádýrum. Þetta er undirstaða hinns auðuga dýralífs undirdjúpanna, sem langt tekur fram lífinu á yfirborði jarðar.<br>
Þetta sér kafarinn, sem kafar nokkra metra niður, eins og grænleita móðu, sem takmarkar mjög útsýnið, en ef dropa úr þessum sjó er brugðið undir smásjá, sést, að dropinn er troðfullur af smáplöntum, og nokkrum smádýrum. Þetta er undirstaða hinns auðuga dýralífs undirdjúpanna, sem langt tekur fram lífinu á yfirborði jarðar.<br>
Þessar smáplöntur í yfirborðslögum sjávarins draga næringu úr uppleystum málmsöltum hafsins, og með krafti sólarIjóssins búa þær til mjölva í hinn litla líkama sinn, en allt þetta verður svo síðar meir fæða fyrir smákrabbadýr, sem síðan verða stærri dýrum að bráð og þannig koll af kolli, unz við fáum ýsuna eða þorskinn í pottinn.<br>
Þessar smáplöntur í yfirborðslögum sjávarins draga næringu úr uppleystum málmsöltum hafsins, og með krafti sólarljóssins búa þær til mjölva í hinn litla líkama sinn, en allt þetta verður svo síðar meir fæða fyrir smákrabbadýr, sem síðan verða stærri dýrum að bráð og þannig koll af kolli, unz við fáum ýsuna eða þorskinn í pottinn.<br>


<center>2.</center><br>
<center>2.</center><br>
Lína 14: Lína 15:
En hér er sjórinn miklu betur settur en landjörðin.<br>
En hér er sjórinn miklu betur settur en landjörðin.<br>
Sjórinn er mesta málmforðabúr jarðarinnar. Það eru talin að vera 170 miljón tonn af málmsöltum í sjóteningi 1 mílu á hvern veg.<br>
Sjórinn er mesta málmforðabúr jarðarinnar. Það eru talin að vera 170 miljón tonn af málmsöltum í sjóteningi 1 mílu á hvern veg.<br>
Öll þessi ósköp af málmum fær sjórinn auðvitað úr jarðarskorpunni. Allar heimsins lindir falla, að lokum, til sjávar og bera með sér uppleysta málmana, jafnvel gull, enda er talið, að svo mikið gull sé í sjónum, að allir jarðarbúar gætu orðið miljónerar, ef þeir gætu höndlað það.<br>
Öll þessi ósköp af málmum fær sjórinn auðvitað úr jarðarskorpunni. Allar heimsins lindir falla, að lokum til sjávar og bera með sér uppleysta málmana, jafnvel gull, enda er talið, að svo mikið gull sé í sjónum, að allir jarðarbúar gætu orðið miljónerar, ef þeir gætu höndlað það.<br>
En sjónum berast víðar föng að en úr fljótum og lindum.<br>
En sjónum berast víðar föng að en úr fljótum og lindum.<br>
Við eldgos, þótt ofansjávar séu, berast feikn af stein- og málmryki, sem síðan falla með regni í sjóinn beint eða skolast af landinu.<br>
Við eldgos, þótt ofansjávar séu, berast feikn af stein- og málmryki, sem síðan falla með regni í sjóinn beint eða skolast af landinu.<br>
Lína 30: Lína 31:
Næst kemur magnesium-klórið og önnur magnesium-sölt, sem unnin hafa verið úr sjó í stórum stíl, og hefur það gert mögulega hina miklu flugvélaframleiðslu seinni tíma. Magnesium-málmurinn er allra málma léttastur, margfallt léttari en alúmíníum, en þó sterkari, og þolir vel hita og veðrum.<br>
Næst kemur magnesium-klórið og önnur magnesium-sölt, sem unnin hafa verið úr sjó í stórum stíl, og hefur það gert mögulega hina miklu flugvélaframleiðslu seinni tíma. Magnesium-málmurinn er allra málma léttastur, margfallt léttari en alúmíníum, en þó sterkari, og þolir vel hita og veðrum.<br>
Þá er kalium og kalcium unnið í stórum stíl úr sjó, en það eru tvö mjög þýðingarmikil efni fyrir hverskonar iðnað.<br>
Þá er kalium og kalcium unnið í stórum stíl úr sjó, en það eru tvö mjög þýðingarmikil efni fyrir hverskonar iðnað.<br>
Hið merkilega efni 'bróm' finnst hvergi nema í sjó eða fornum sjávarmyndunum. Efni þetta er notað á ótalmörgum sviðum efnaiðnaðarins, svo sem í litarefni, Ijósmyndapappír, handslökkvitæki og til að framleiða fyrsta flokks bifreiðabenzín, og síðast en ekki sízt er það aðalefnið í hinu fræga taugameðali Mixtura nervina.<br>
Hið merkilega efni 'bróm' finnst hvergi nema í sjó eða fornum sjávarmyndunum. Efni þetta er notað á ótalmörgum sviðum efnaiðnaðarins, svo sem í litarefni, ljósmyndapappír, handslökkvitæki og til að framleiða fyrsta flokks bifreiðabenzín, og síðast en ekki sízt er það aðalefnið í hinu fræga taugameðali Mixtura nervina.<br>
Eitt elzta brómsambandið sem þekkist er purpuralitur, sem hinir fornu sjósóknarar Fönikíumenn notuðu og unnu úr sæsnígli nokkrum.<br>
Eitt elzta brómsambandið sem þekkist er purpuralitur, sem hinir fornu sjósóknarar Fönikíumenn notuðu og unnu úr sæsnígli nokkrum.<br>
 
[[Mynd:Auðæfi hafsins 1 Sdbl. 1958.jpg|miðja|thumb|600x600dp]]
<center>5.</center><br>
<center>5.</center><br>
Eitt af merkustu efnum sjávarins er joð, sótthreinsunarefnið, sem hvert mannsbarn þekkir. Þó er ómögulegt að ná því beint úr sjó, með venjulegum aðferðum efnaverksmiðjanna, en samt finnst það í nær öllum sjávarplöntum og dýrum.<br>
Eitt af merkustu efnum sjávarins er joð, sótthreinsunarefnið, sem hvert mannsbarn þekkir. Þó er ómögulegt að ná því beint úr sjó, með venjulegum aðferðum efnaverksmiðjanna, en samt finnst það í nær öllum sjávarplöntum og dýrum.<br>
Lína 38: Lína 39:
Og þarmeð er komið að öðrum þætti sjávarnytjanna, en það eru leifar þær, sem sjórinn hefur skilið eftir á þurru landi djúpt eða grunnt í jarðlögum, þar sem höf hafa þornað upp eða hafsbotn hækkað og risið úr sjó, en síðan önnur jarðlög hlaðizt ofan á.<br>
Og þarmeð er komið að öðrum þætti sjávarnytjanna, en það eru leifar þær, sem sjórinn hefur skilið eftir á þurru landi djúpt eða grunnt í jarðlögum, þar sem höf hafa þornað upp eða hafsbotn hækkað og risið úr sjó, en síðan önnur jarðlög hlaðizt ofan á.<br>
Allt til þess tíma hefur mestallur efnaiðnaður hér á jörð byggt tilveru sína á slíkum jarðlögum á fornum sjávarbotni, eða öðrum sjávarleifum. Þessi dýrmætu lög sjávarleifa hafa verið sérstaklega tiltæk Evrópuþjóðunum og hafa átt drjúgan þátt í hinni efnalegu velgengni þeirra.<br>
Allt til þess tíma hefur mestallur efnaiðnaður hér á jörð byggt tilveru sína á slíkum jarðlögum á fornum sjávarbotni, eða öðrum sjávarleifum. Þessi dýrmætu lög sjávarleifa hafa verið sérstaklega tiltæk Evrópuþjóðunum og hafa átt drjúgan þátt í hinni efnalegu velgengni þeirra.<br>
Fyrir um það bil 230 miljónum ára gekk langt hitatímabil og þurrka yfir jörðina, og myndaðist þá stærðar innhaf yfir mestum hluta Evrópu, en það þakti hluta af núverandi Bretlandi, Frakklandi, Þýzkalandi og PóIIandi. Smásaman þornaði þetta haf upp og skildi eftir geysileg saltlög og aðra enn dýrmætari málma í jörð, sem allt frá því á 17. öld hafa verið undirstaða námugraftar og iðnaðar þessarra landa. Og þegar á 13. öld voru saltpækilsbrunnar þekktir í Suður-Þýzkalandi og Austurríki, en síðan mynduðust í kringum slíkar lindir hinir frægu baðstaðir og heilsubrunnar þessara héraða. Mönnum var að vísu mikil ráðgáta tilvera slíkra saltbrunna svo langt frá sjó, því að þá datt engum í hug að tengja þá við fornt uppþornað haf.<br>
Fyrir um það bil 230 miljónum ára gekk langt hitatímabil og þurrka yfir jörðina, og myndaðist þá stærðar innhaf yfir mestum hluta Evrópu, en það þakti hluta af núverandi Bretlandi, Frakklandi, Þýzkalandi og Póllandi. Smásaman þornaði þetta haf upp og skildi eftir geysileg saltlög og aðra enn dýrmætari málma í jörð, sem allt frá því á 17. öld hafa verið undirstaða námugraftar og iðnaðar þessarra landa. Og þegar á 13. öld voru saltpækilsbrunnar þekktir í Suður-Þýzkalandi og Austurríki, en síðan mynduðust í kringum slíkar lindir hinir frægu baðstaðir og heilsubrunnar þessara héraða. Mönnum var að vísu mikil ráðgáta tilvera slíkra saltbrunna svo langt frá sjó, því að þá datt engum í hug að tengja þá við fornt uppþornað haf.<br>
En lindir þessar hafa vafalaust reynzt hinir beztu heilsubrunnar Mið-Evrópumönnum, sem bjuggu svo langt frá sjó, en þó engu meiri heilsulindir en sjórinn er þeim sem hann vilja nota til baða, að ég ekki tali um gott pækilbað, búið til í baðkerinu heima, með vænum skammti af grófsalti, segjum 1—2 kg. í baðvatnið.<br>
En lindir þessar hafa vafalaust reynzt hinir beztu heilsubrunnar Mið-Evrópumönnum, sem bjuggu svo langt frá sjó, en þó engu meiri heilsulindir en sjórinn er þeim sem hann vilja nota til baða, að ég ekki tali um gott pækilbað, búið til í baðkerinu heima, með vænum skammti af grófsalti, segjum 1—2 kg. í baðvatnið.<br>
[[Mynd:Auðæfi hafsins 2 Sdbl. 1958.jpg|miðja|thumb|600x600dp]]
<center>6.</center><br>
<center>6.</center><br>
Enn er eftir að telja það allra ævintýralegasta við sjávarleifarnar, en það er jarðolían. Þó er enn ekki vitað til fulls, hvernig myndun hennar hefur fariðfram. En talið er víst, að ofan sé mynduð úr Ieifum sjávardýra, sem lifað hafa á grunnu vatni og fallið til botns þegar þau dóu, en þar hafa og komið við sögu ýmsar umbyltingar og geysiþung jarðlög hlaðizt ofan á dýra- og jurtaleifarnar.<br>
Enn er eftir að telja það allra ævintýralegasta við sjávarleifarnar, en það er jarðolían. Þó er enn ekki vitað til fulls, hvernig myndun hennar hefur farið fram. En talið er víst, að olían sé mynduð úr leifum sjávardýra, sem lifað hafa á grunnu vatni og fallið til botns þegar þau dóu, en þar hafa og komið við sögu ýmsar umbyltingar og geysiþung jarðlög hlaðizt ofan á dýra- og jurtaleifarnar.<br>
Jarðolía finnst aðeins þar sem nú eða áður fyrr hafa verið innhöf, og oft eru saltlög tengd olíulögunum.<br>
Jarðolía finnst aðeins þar sem nú eða áður fyrr hafa verið innhöf, og oft eru saltlög tengd olíulögunum.<br>
Þannig er ástatt um hinar miklu olíulindir í kringum Mexikóflóann og olíulindirnar við Persaflóa, Rauðahaf og Svartahaf o. s. frv. Og nú er farið að leita að olíulindum á hafi úti, og hefur það víða borið góðan árangur.<br>
Þannig er ástatt um hinar miklu olíulindir í kringum Mexikóflóann og olíulindirnar við Persaflóa, Rauðahaf og Svartahaf o.s.frv. Og nú er farið að leita að olíulindum á hafi úti, og hefur það víða borið góðan árangur.<br>


<center>7.</center><br>
<center>7.</center><br>
Lína 52: Lína 53:
Nú þegar eru þekktar aðferðir til að vinna margvísleg og dýrmæt efni úr sjó, á fjárhagslega traustum grundvelli, undireins og ódýr orka er fengin.<br>
Nú þegar eru þekktar aðferðir til að vinna margvísleg og dýrmæt efni úr sjó, á fjárhagslega traustum grundvelli, undireins og ódýr orka er fengin.<br>
Og þar að kemur, að aðferðir munu finnast, eða uppgötvast, sem mörg hinna lægri sjávardýra nú þegar þekkja, til að vinna ýms fágæt og mjög dýrmæt efni úr sjónum.<br>
Og þar að kemur, að aðferðir munu finnast, eða uppgötvast, sem mörg hinna lægri sjávardýra nú þegar þekkja, til að vinna ýms fágæt og mjög dýrmæt efni úr sjónum.<br>
Það liggur nú fyrir Vestmannaeying-um, mjög bráðlega, að fara að vinna vatn úr sjó, því að við núverandi ástand í þcim málum verður eigi unað mikið lengur, og hver veit nerna Irægt verði og raunar æskilegt að tengja vatnsvinnshrna annarri efna\innslu úr sjónum, t. d. salt-og magnesiumvinnslu.
Það liggur nú fyrir Vestmannaeyingum, mjög bráðlega, að fara að vinna vatn úr sjó, því að við núverandi ástand í þeim málum verður eigi unað mikið lengur, og hver veit nema hægt verði og raunar æskilegt að tengja vatnsvinnsluna annarri efnavinnslu úr sjónum, t.d. salt- og magnesiumvinnslu.<br>
með seðlinum, þegar ég kem heim. Ég er afar sparsöm og frábitin öllu óhófi. Ég gekk til stöðvarinnar, enda þótt maður-inn minn segði mér að taka bíl. Það get-ur verið gaman að hafa peninga, þegar heim kemur aftur."
 
Garnla konan kinkaði kolli, brosti og sagði:
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
„Já, víst er það gaman," og irú Blom geðjaðist afar vel að konunni.
Frú Blom varð gengið fram í snyrti-herbergið. Hún lagfærði hár sitt og ætl-aði að farða sig ofurlítið í framan, cn þá sá hún, að hún hafði gieymt tösku sinni í klcfanum og hún varð að fara aftur til að sækja hana. Um leið og hún kom inn í klefann kippti gamla konan hendi sinni frá tösku Irú Blom.
„Taskan var að renna ol'an úr sætinu," sagði lu'in hálf vandræðaleg og roðnaði við.
„Ég þakka yður fyrir," sagði frú Blom og gekk aftur til snyrtiherbcrgisins með löskuna. Þegar hún opnaði hana, saknaði luin hundrað króna seðilsins. Hún leit-aði ákaft og tók allt upp úr töskunni, vasaklút, peningabuddu, púðurdós og lykla. Hún gægðist í budduna, þar voru aðeins tæpar íjörutíu krónur, afgangur-inn af þeim peningum, sem henni höfðu vcrið ætlaðir fyrir dvölinni á matsöluhús-inu og kvittun fyrir því, sem hún var búin að borga. En enginn hundrað króna seðill kom í ljós. Frú Blom blöskraði. Var þessi viðfelldna kona í rauninni þjófur? Hún gekk sem í draumi aftur til klefans. Kennslukonan stóð þá snöggt upp og gekk út — ólíklega snöggt, fannst frú Blom. í sætinu lá lítil, brún taska. Frú Blom gaut hornauga til rúðunnar á hurð-inni, svo greip hún leiftursnöggt tösk¬una og opnaði hana. Eíst í hliðarhólfinu lá spánýr hundrað krónu seðill!
Akveðin á svipinn þreif írú Blom hann, faldi hann f tösku sinni og var glöð yfir að hafa getað komið þessu í lag, án þess að koma með ásakanir og lenda í stælum. Þegar gamla konan fór úr lestinni í Ring-sted, neyddi Irú Blom sig meira að segja til að brosa vingjarnlega og kinka knlli til hennar. Kennsliikonan sagði glettnis-lcga:
„Eg óska yður góðrar ferðar. Gæíið þcss nú að eiga seðilinn óskiptan, þegar þér komið heim."
„Gamla þjófótta kerlingarnorn," hugs-aði frú Blom.
Eftir sólbjarta daga í Kildekrog, þar stm frú Blom hafði larið í göngufcrðir, notið þess að fara í sjóinn og borðað góð-an mat, en neitað scr um allt annað ó-hóf, steig hún giöð og sólbrcnnd út úr lesiinni á járnbrautarstöð Kaupmanna-hafnar, þar sem maður hennar bauð hana velkomna.
„Já, og vciztu það, vinur minn, að ég hcf ckki eytt cinum eyri af hundrað króna seðlinum!" kvakaði frúin.
„]á, þú hefðir líka átt nokkuð erfitt með að gera það, þar sem þú gieymdir honum heima á eldhúsborðinu!" svaraði maður hennar.
(Kiiduisagt af A. S.)

Núverandi breyting frá og með 15. mars 2018 kl. 20:26


BALDUR JOHNSEN HÉRAÐSLÆKNIR


Auðæfi hafsins


1.


Þeir sem kvarta undan því að búa á Eyjum í hafi úti, vita áreiðanlega ekki, hvað þeir eru að fara.
Engir eru raunverulega betur settir en eyjaskeggjar. Ekkert veðurfar er heilnæmara heldur en eyjaloftslagið, og þar tekur sölt austanáttin öllu fram í hollustu. Þeir kynnu að meta það, sem verða að ala aldur sinn í sót- og rykmenguðu lofti stórborganna. Að ég ekki tali um óviðjafnanlega náttúrufegurðina.
Engir íbúar jarðarinnar eru ríkari en eyjabúarnir. Þeir hafa frjálsan aðgang að hinum óþrjótandi auðlindum hafsins. Þar er að finna meiri jurtagróður en í sjálfum frumskógum hitabeltisins, og í því ástandi sem öðrum lífverum er heppilegast, sem óteljandi miljónir smáplantna, kísilþörunga.
Þetta sér kafarinn, sem kafar nokkra metra niður, eins og grænleita móðu, sem takmarkar mjög útsýnið, en ef dropa úr þessum sjó er brugðið undir smásjá, sést, að dropinn er troðfullur af smáplöntum, og nokkrum smádýrum. Þetta er undirstaða hinns auðuga dýralífs undirdjúpanna, sem langt tekur fram lífinu á yfirborði jarðar.
Þessar smáplöntur í yfirborðslögum sjávarins draga næringu úr uppleystum málmsöltum hafsins, og með krafti sólarljóssins búa þær til mjölva í hinn litla líkama sinn, en allt þetta verður svo síðar meir fæða fyrir smákrabbadýr, sem síðan verða stærri dýrum að bráð og þannig koll af kolli, unz við fáum ýsuna eða þorskinn í pottinn.

2.


En ef ekki væri nóg af málmsöltum í sjónum, gæti ekkert vaxið þar, frekar en í áburðarsnauðri mold.
En hér er sjórinn miklu betur settur en landjörðin.
Sjórinn er mesta málmforðabúr jarðarinnar. Það eru talin að vera 170 miljón tonn af málmsöltum í sjóteningi 1 mílu á hvern veg.
Öll þessi ósköp af málmum fær sjórinn auðvitað úr jarðarskorpunni. Allar heimsins lindir falla, að lokum til sjávar og bera með sér uppleysta málmana, jafnvel gull, enda er talið, að svo mikið gull sé í sjónum, að allir jarðarbúar gætu orðið miljónerar, ef þeir gætu höndlað það.
En sjónum berast víðar föng að en úr fljótum og lindum.
Við eldgos, þótt ofansjávar séu, berast feikn af stein- og málmryki, sem síðan falla með regni í sjóinn beint eða skolast af landinu.
Auk þess er fjöldi neðansjávareldfjalla, sem ausa í sjóinn bóri, klóri, brennisteini og joði.
Þott beztu efnafræðingum kunni að reynast erfitt að vinna þessi efni, eða jafnvel finna þau í sjónum, þá eru ýmsar neðansjávarplöntur og sjávardýr ekki í neinum vandræðum.
Þessar lífverur hafa ekki aðeins fundið, heldur og hagnýtt sér efni, sem heztu efnaverksmiðjur gátu ekki mælt eða fundið, nema þá mjög nýlega eftir að til sögunnar komu litrófsrannsóknaraðferðir.

3.


Ekki var fyrr vitað um tilveru hins merka efnis vanadiums í sjónum en það fannst í sædýrum nokkrum frumstæðum. Annars er vanadium notað til þess að framleiða sérstaklega hart stál og allmikið eftirsóttur málmur. Nafnið vanadium er leitt af Vanadís (Freyja).
Allmikið er af kobolti í sjónum, og finnst aðallega í kröbbum og skeljum, og gildir sama um nikkel.
Mjög er lítið af kopar í sjónum, en þó svo mikið, að hann byggir upp blóð humarsins og annarra krabbadýra á sama hátt og járnið byggir upp blóðlitarefni okkar mannanna og annarra landdýra.

4.


Mjög hefur reynzt erfitt að ná hinum ýmsu efnasamböndum úr sjónum, svo að borgi sig fjárhagslega, en það hefur þó tekizt með nokkur þeirra. Þar skal frægast telja matarsaltið, sem hafið líka er auðugast af allra efnasambanda, enda mun fást um 1 kg. af salti við eimingu á 30 lítrum af sjó. Þessi saltvinnsluaðferð var stunduð hér á landi áður fyrr við nokkur hverasvæði, sem lágu nálægt sjó, og sama aðferð mun enn notuð víða á Spáni og í Portúgal, en þar er sólin hitagjafinn til eimingar.
Næst kemur magnesium-klórið og önnur magnesium-sölt, sem unnin hafa verið úr sjó í stórum stíl, og hefur það gert mögulega hina miklu flugvélaframleiðslu seinni tíma. Magnesium-málmurinn er allra málma léttastur, margfallt léttari en alúmíníum, en þó sterkari, og þolir vel hita og veðrum.
Þá er kalium og kalcium unnið í stórum stíl úr sjó, en það eru tvö mjög þýðingarmikil efni fyrir hverskonar iðnað.
Hið merkilega efni 'bróm' finnst hvergi nema í sjó eða fornum sjávarmyndunum. Efni þetta er notað á ótalmörgum sviðum efnaiðnaðarins, svo sem í litarefni, ljósmyndapappír, handslökkvitæki og til að framleiða fyrsta flokks bifreiðabenzín, og síðast en ekki sízt er það aðalefnið í hinu fræga taugameðali Mixtura nervina.
Eitt elzta brómsambandið sem þekkist er purpuralitur, sem hinir fornu sjósóknarar Fönikíumenn notuðu og unnu úr sæsnígli nokkrum.

5.


Eitt af merkustu efnum sjávarins er joð, sótthreinsunarefnið, sem hvert mannsbarn þekkir. Þó er ómögulegt að ná því beint úr sjó, með venjulegum aðferðum efnaverksmiðjanna, en samt finnst það í nær öllum sjávarplöntum og dýrum.
Lengi vel var joð nær eingöngu unnið úr þangi, og höfðu frændur okkar Norðmenn mikla atvinnu og töluverðar tekjur af því að brenna þang og vinna joð á þann hátt, og um tíma mun hafa verið hugsað um að byrja slíka vinnslu hér á landi, en þá fundust miklar joðnámur í Chile, og þar með lauk þangbrennsluævintýrinu.
Og þarmeð er komið að öðrum þætti sjávarnytjanna, en það eru leifar þær, sem sjórinn hefur skilið eftir á þurru landi djúpt eða grunnt í jarðlögum, þar sem höf hafa þornað upp eða hafsbotn hækkað og risið úr sjó, en síðan önnur jarðlög hlaðizt ofan á.
Allt til þess tíma hefur mestallur efnaiðnaður hér á jörð byggt tilveru sína á slíkum jarðlögum á fornum sjávarbotni, eða öðrum sjávarleifum. Þessi dýrmætu lög sjávarleifa hafa verið sérstaklega tiltæk Evrópuþjóðunum og hafa átt drjúgan þátt í hinni efnalegu velgengni þeirra.
Fyrir um það bil 230 miljónum ára gekk langt hitatímabil og þurrka yfir jörðina, og myndaðist þá stærðar innhaf yfir mestum hluta Evrópu, en það þakti hluta af núverandi Bretlandi, Frakklandi, Þýzkalandi og Póllandi. Smásaman þornaði þetta haf upp og skildi eftir geysileg saltlög og aðra enn dýrmætari málma í jörð, sem allt frá því á 17. öld hafa verið undirstaða námugraftar og iðnaðar þessarra landa. Og þegar á 13. öld voru saltpækilsbrunnar þekktir í Suður-Þýzkalandi og Austurríki, en síðan mynduðust í kringum slíkar lindir hinir frægu baðstaðir og heilsubrunnar þessara héraða. Mönnum var að vísu mikil ráðgáta tilvera slíkra saltbrunna svo langt frá sjó, því að þá datt engum í hug að tengja þá við fornt uppþornað haf.
En lindir þessar hafa vafalaust reynzt hinir beztu heilsubrunnar Mið-Evrópumönnum, sem bjuggu svo langt frá sjó, en þó engu meiri heilsulindir en sjórinn er þeim sem hann vilja nota til baða, að ég ekki tali um gott pækilbað, búið til í baðkerinu heima, með vænum skammti af grófsalti, segjum 1—2 kg. í baðvatnið.

6.


Enn er eftir að telja það allra ævintýralegasta við sjávarleifarnar, en það er jarðolían. Þó er enn ekki vitað til fulls, hvernig myndun hennar hefur farið fram. En talið er víst, að olían sé mynduð úr leifum sjávardýra, sem lifað hafa á grunnu vatni og fallið til botns þegar þau dóu, en þar hafa og komið við sögu ýmsar umbyltingar og geysiþung jarðlög hlaðizt ofan á dýra- og jurtaleifarnar.
Jarðolía finnst aðeins þar sem nú eða áður fyrr hafa verið innhöf, og oft eru saltlög tengd olíulögunum.
Þannig er ástatt um hinar miklu olíulindir í kringum Mexikóflóann og olíulindirnar við Persaflóa, Rauðahaf og Svartahaf o.s.frv. Og nú er farið að leita að olíulindum á hafi úti, og hefur það víða borið góðan árangur.

7.


Þannig sjáum við, að þjóðir, sem búið hafa langt frá sjó, hafa getað sótt málmauðæfi hafsins í jarðlög sín og byggt þannig upp námugröft, iðnað og efnalega velmegun. Og þessar þjóðir hafa ekki aðeins getað sótt hina dauðu málma hafsins í jarðlög sín, heldur og hinar lífrænu leifar dýra og jurta, sem fyrir miljónum ára sveimuðu um undirdjúpin. Olían streymdi úr iðrum jarðar og gerði þjóðirnar, sem áttu hana, að stórveldum. Og þetta áttu þjóðirnar því að þakka, að þær voru strandríki eða hafsbotn fyrir hundrað miljónum ára.
En síðan koma tímar þeirra ríkja, sem í dag er strandríki.
Þau snúa sér beint til hafsins, sem umlykur strendur þeirra, byggja þar efnaverksmiðjur, sem knúnar eru ódýrri vatnsorku, — já, eða kjarnorku, — og hefja hina margvíslegustu efnaframleiðslu milliliðalaust.
Nú þegar eru þekktar aðferðir til að vinna margvísleg og dýrmæt efni úr sjó, á fjárhagslega traustum grundvelli, undireins og ódýr orka er fengin.
Og þar að kemur, að aðferðir munu finnast, eða uppgötvast, sem mörg hinna lægri sjávardýra nú þegar þekkja, til að vinna ýms fágæt og mjög dýrmæt efni úr sjónum.
Það liggur nú fyrir Vestmannaeyingum, mjög bráðlega, að fara að vinna vatn úr sjó, því að við núverandi ástand í þeim málum verður eigi unað mikið lengur, og hver veit nema hægt verði og raunar æskilegt að tengja vatnsvinnsluna annarri efnavinnslu úr sjónum, t.d. salt- og magnesiumvinnslu.