Sigfús Maríus Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júlí 2005 kl. 08:27 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júlí 2005 kl. 08:27 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sigfús Maríus Jóhannsson Johnsen fæddist í Vestmannaeyjum þann 28. mars 1886. Foreldrar hans voru Jóhann Jörgen kaupmaður og útvegsbóndi og Anna Sigríður Árnadóttir frá Hofi í Öræfum. Eiginkona Sigfúsar var Jarþrúður Pétursdóttir Johnsen, fædd 3. júní 1890. Hún starfaði mikið og farsællega að ýmsum félagsmálum í Vestmannaeyjakaupstað og gat sér góðan orðstýr fyrir þau störf. Jarþrúður lést í Vestmannaeyjum 9. október 1969. Sigfúsi og Þarþrúði var ekki barnaauðið, en fyrir þeirra kynni átti hann einn son.

Sigfús varð stúdent í Reykjavík árið 1907 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1914. Hann varð - 9. janúar 1974) var frá Frydendal í Vestmannaeyjum og var lögfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla og útskrifaðist þaðan árið 1914.

Sigfús var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í Reykjavík frá árinu 1917 til 1940. Frá 1929 til 1936 starfaði hann jafnframt sem hæstaréttarritari, en árið 1940 varð hann bæjarfógeti í Vestmannaeyjum og gegndi þeirri stöðu í níu ár.

Þá stundaði Sigfús í þrjú ár fræðirannsóknir í Kaupmannahöfn um ættir Íslendinga í Danmörku. Hann skrifaði að auki nokkrar bækur, svo sem Saga Vestmannaeyja í tveim bindum (Reykjavík 1946), Herleiddu Stúlkuna (Reykjavík 1960), Uppi var Breki, Svipmyndir úr Eyjum (Reykjavík 1968) og Yfir fold og flæði (Reykjavík 1972).

Foreldrar Sigfúsar voru Jóhann Jörgen Johnsen, kaupmaður og útvegsbóndi og kona hans Anna Sigríður Árnadóttir frá Hofi í Öræfum.



Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
  • Sigfús M. Johnsen: Saga Vestmannaeyja. Fyrra bindi. Reykjavík, 1989.