Sævaldur Elíasson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sævaldur Elíasson frá Varmadal, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður fæddist þar 25. maí 1948.
Foreldrar hans voru Elías Sveinsson frá Varmadal, sjómaður, skipstjóri, f. 8. september 1910 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 13. júlí 1988, og kona hans Eva Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1912 á Sunnuhvoli á Blönduósi, d. 19. júlí 2007.

Sævaldur Elíasson.

Börn Evu og Elíasar:
1. Sigurður Sveinn Elíasson, f. 2. september 1936 í Langa-Hvammi. Kona hans Sigrún Þorsteinsdóttir.
2. Una Þórdís Elíasdóttir, f. 13. febrúar 1938 í Varmadal. Maður hennar Önundur Kristjánsson.
3. Atli Elíasson, f. 15. desember 1939 í Varmadal, d. 6. maí 2006. Kona hans Kristín Frímannsdóttir.
4. Hörður Elíasson, f. 30. ágúst 1941 í Varmadal. Kona hans Elínbjörg Þorbjarnardóttir.
5. Sara Elíasdóttir, f. 19. júní 1943 í Varmadal. Maður hennar Björn Baldvinsson.
6. Sævaldur Elíasson, f. 25. maí 1948 í Varmadal. Kona hans Svanbjörg Oddsdóttir.
7. Hjalti Elíasson, f. 25. júlí 1953 í Varmadal. Kona hans Júlía Andersen.

Sævaldur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam á mótornámskeiði Fiskifélags Íslands 1965-1966, í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1970, lauk hinu meira fiskimannaprófi, farmannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1971 og varðskipaprófi 1972.
Hann hefur unnið á ýmsum fiskibátum í Eyjum, verið stýrimaður eða vélstjóri, að loknu námi. Frá því hinn nýi Herjólfur II. kom til landsins 1976 var hann stýrimaður á honum, afleysingaskipstjóri frá 1992-2008.
Þau Svanbjörg giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Bröttugötu 7 1972, búa við Kleifahraun 12a, fluttu til Reykjavíkur 2008.

I. Kona Sævalds, (30. desember 1972), er Svanbjörg Oddsdóttir kennari, húsfreyja, f. 5. október 1951 í Neskaupstað.
Börn þeirra:
1. Hörður Sævaldsson kennari, f. 2. október 1972.
2. Hildur Sævaldsdóttir matsveinn, f. 13. apríl 1976.
3. Hrafn Sævaldsson fjármálastjóri, f. 3. maí 1977. Kona hans Helga Björg Garðarsdóttir Björnssonar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.