Ritverk Árna Árnasonar/Hávarður Birgir Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. september 2013 kl. 18:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. september 2013 kl. 18:56 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Hjörleifur Guðnason og Hávarður Birgir Sigurðsson.

Kynning.

Hávarður Birgir Sigurðsson verkstjóri, Boðaslóð 2, fæddist 29. júlí 1934.
Foreldrar hans voru Sigurður Þórðarson verkamaður, f. 24. janúar 1894 á Sléttabóli í Prestbakkasókn í V-Skaft., d. 10. ágúst 1978, og kona hans Margrét Stefánsdóttir húsfreyja, f. 10. febrúar 1898 á Norðfirði, dáinn 18. september 1979.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Hávarður er ókvæntur (janúar 1955).
Hann er svarthærður, fremur lágur vexti og smáger, en liðlega vaxinn og lipur í hreyfingum, hlaðinn seiglu, snar og eftirfylginn. Er vafalaust ekki enn fullþroskaður. Hann er léttlundaður og fær besta drengskaparorð frá viðlegufélögum sínum í Elliðaey, dagfarsprúður og orðvar.
Hann hefir verið frá barnæsku í Elliðaey, sagður besta veiðimannsefni, áhugasamur og gætinn við veiðar, vinnuglaður og ósérhlífinn, (skrifað samkvæmt vitnisburði félaga).
Lífsstarf Hávarðar er ýmiss konar landvinna, nú síðast í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.
Hávarður á vafalaust eftir að halda á lofti merki þeirra Elliðaeyinga, ef hann heldur áfram sem veiðimaður.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Manntöl.
  • Ættir Austfirðinga.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 170-1973.