„Ritverk Árna Árnasonar/Einar Ólafsson (Litlakoti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 28: Lína 28:
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Íbúar í Litla-Koti]]
[[Flokkur: Íbúar í Litlakoti]]

Núverandi breyting frá og með 27. desember 2021 kl. 16:09

Kynning.

Einar Ólafsson frá Litlakoti fæddist 2. apríl 1875 og lést 22. október 1942.
Foreldrar hans voru Ólafur Einarsson sjávarbóndi í Litlakoti, f. 7. október 1836, d. 6. apríl 1916, og kona hans Guðríðar Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. mars 1834, d. 25. júlí 1890.

Einar var 15 ára léttadrengur við Godthaabsverslun 1890.
Hann mun hafa verið farinn úr Eyjum 1899 og mun hafa flust í Hafnir á Reykjanesi. Þaðan fluttust þau Guðbjörg til Reykjavíkur 1902.

Kona Einars, (1899), var Guðbjörg Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1882 í Hólshúsi í Höfnum, Gull., d. 29. september 1940.

Meðal barna þeirra Guðbjargar voru:
1. Óli Vestmann Einarsson prentari, f. 25. febrúar 1916, d. 19. júní 1994.
2. Hólmfríður Einarsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 18. júlí 1899 í Hólshúsi í Höfnum, d. 1. ágúst 1963.
3. Gunnlaugur Einarsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 22. apríl 1906 í Reykjavík, d. 6. ágúst 1964.
4. Gyða Vestmann húsfreyja í Reykjavík, f. 16. maí 1919, d. 16. apríl 2008.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Einar var ekki mikill veiðimaður, en vann sér upp með iðni og þolinmæði. Hann var ágætur félagi og skemmtinn í sínum hóp. Ekki var hann latur til verka og taldi ekki eftir sér sporin, þótt þau væru meir fyrir aðra en hann sjálfan.
Einar fluttist síðan til Reykjavíkur og eignaðist þar afkomendur.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.