„Peter Anton Schleisner“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(10 millibreytingar ekki sýndar frá 7 notendum)
Lína 1: Lína 1:
'''Peter Anton Schleisner''' var læknir Vestmannaeyja 1847-1848. Nam læknisfræði við háskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi 1842. Var sendur til Íslands samkvæmt konungstilskipun 12. mars 1847 til þess að rannsaka ginklofann í Vestmannaeyjum. Kom hann fljótlega á stofn fæðingarstofnun til bráðabirgða í Danska Garði. Fór þó svo að fyrsta barnið sem þar fæddist dó úr ginklofa. Fæðingarstofnunin var síðar flutt í húsið Landlyst, sem þá hafði verið nýlega reist, og mun það fyrsta opinbera stofnunin sinnar tegundar, sem stofnað hafði verið til hér á landi. Tókst Schleisner lækni fljótlega að komast fyrir ginklofaveikina. Var lækning hans einfaldlega fólgin í að hann lét bera naflaólíu á nafla hinna nýfæddu barna þar til gróið var fyrir. Má með sanni segja að hann hafi útrýmt ginklofaveikinni á mjög skömmum tíma því árið 1849 dó aðeins eitt barn úr ginklofa af 20 sem fæddust. Eftir að dr. Schleisner fór frá Vestmannaeyjum var þar læknalaust um nokkurn tíma, og kom þá til kasta Sólveigar Pálsdóttur, yfirsetukonu, að veita sjúkum læknishjálp eftir því sem kunnátta hennar stóð til.
Doktor '''Peter Anton Schleisner''' fæddist 16. júní 1818 í Lyngby, norðvestan við Kaupmannahöfn. Hann var sonur Christiane Grüner og Gottlieb Schleisner, sem var verksmiðjueigandi.  


== Heimildir ==
Hann útskrifaðist frá Borgerdydskolen i Christianshavn árið 1835 og sama ár hóf hann háskólanám. Peter Anton lauk cand. med. & chir.-prófi árið 1846 með fyrstu einkunn (173 1/9) og doktorsprófi árið 1849. Með konunglegri tilskipun, dagsettri þann 12. mars 1847, var hann sendur til Íslands til að kynna sér heilbrigðisástand en einkum þó [[ginklofi|ginklofann]] í Vestmannaeyjum. Hann dvaldist á Íslandi í eitt ár en sneri þá aftur og skrifaði skýrslu til stjórnvalda um skipan heilbrigðismála en jafnframt skrifaði hann doktorsritgerðina, „''Forsög til en Nosographie af Island''“ og um ástand heilbrigðismála á Íslandi, „''Island undersögt fra et lægevidenskabeligt Synspunkt''“. Næstu tvö árin var hann í Frakklandi og Englandi. Árið 1851 var hann skipaður hverfislæknir í fimmta umdæmi í Kaupmannahöfn en gegndi því starfi einungis í tvö ár. Árið 1853 var Peter Anton skipaður yfirmaður heilbrigðismála í Slésvík og flutti til Flensborgar og gegndi því starfi þar til Prússarnir ráku hann í burtu árið 1864. Þá starfaði hann um stund sem læknir í Kaupmannahöfn en var árið 1865 skipaður bæjarlæknir og gegndi því starfi til ársins 1886 er hann fékk lausn. Peter Anton Schleisner var skipaður í heilbrigðisráðið árið 1872, varð etatsráð árið 1877 og kommandör af Dannebrog árið 1897. Rúmlega áttræður að aldri lést Peter Anton Schleisner, þann 26. febrúar 1900 í Kaupmannahöfn. Saga Schleisners er órjúfanlega tengd sögu Íslands á 19. öld þótt hann starfaði nær allan sinn starfsaldur í Danmörku en framlag hans er einnig mikilvægt í alþjóðlegu samhengi.
*''Eyjar gegnum aldirnar'' Guðlaugur Gíslason. ISBN 00003556930
 
{{Heimildir|
* Guðlaugur Gíslason: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
}}


[[Flokkur:Læknar]]
[[Flokkur:Læknar]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]]

Núverandi breyting frá og með 26. júní 2007 kl. 08:20

Doktor Peter Anton Schleisner fæddist 16. júní 1818 í Lyngby, norðvestan við Kaupmannahöfn. Hann var sonur Christiane Grüner og Gottlieb Schleisner, sem var verksmiðjueigandi.

Hann útskrifaðist frá Borgerdydskolen i Christianshavn árið 1835 og sama ár hóf hann háskólanám. Peter Anton lauk cand. med. & chir.-prófi árið 1846 með fyrstu einkunn (173 1/9) og doktorsprófi árið 1849. Með konunglegri tilskipun, dagsettri þann 12. mars 1847, var hann sendur til Íslands til að kynna sér heilbrigðisástand en einkum þó ginklofann í Vestmannaeyjum. Hann dvaldist á Íslandi í eitt ár en sneri þá aftur og skrifaði skýrslu til stjórnvalda um skipan heilbrigðismála en jafnframt skrifaði hann doktorsritgerðina, „Forsög til en Nosographie af Island“ og um ástand heilbrigðismála á Íslandi, „Island undersögt fra et lægevidenskabeligt Synspunkt“. Næstu tvö árin var hann í Frakklandi og Englandi. Árið 1851 var hann skipaður hverfislæknir í fimmta umdæmi í Kaupmannahöfn en gegndi því starfi einungis í tvö ár. Árið 1853 var Peter Anton skipaður yfirmaður heilbrigðismála í Slésvík og flutti til Flensborgar og gegndi því starfi þar til Prússarnir ráku hann í burtu árið 1864. Þá starfaði hann um stund sem læknir í Kaupmannahöfn en var árið 1865 skipaður bæjarlæknir og gegndi því starfi til ársins 1886 er hann fékk lausn. Peter Anton Schleisner var skipaður í heilbrigðisráðið árið 1872, varð etatsráð árið 1877 og kommandör af Dannebrog árið 1897. Rúmlega áttræður að aldri lést Peter Anton Schleisner, þann 26. febrúar 1900 í Kaupmannahöfn. Saga Schleisners er órjúfanlega tengd sögu Íslands á 19. öld þótt hann starfaði nær allan sinn starfsaldur í Danmörku en framlag hans er einnig mikilvægt í alþjóðlegu samhengi.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.