Oddur Sigfússon (húsasmíðameistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Oddur Sigfússon.

Oddur Sigfússon frá Krossi í Fellum á Fljótsdalshéraði, húsasmíðameistari, harmónikkuleikari, ljóðskáld fæddist þar 20. október 1933 og lést 22. september 2019 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Sigfús Guttormsson bóndi, f. 12. nóvember 1903, fóst í Glitfaxaslysinu 31. janúar 1951, og kona hans Sólrún Eiríksdóttir húsfreyja, f. 14. desember 1902, d. 18. mars 2000.

Föðurbræður Odds voru:
1. Einar Guttormsson læknir, f. 15. desember 1901, d. 12. febrúar 1985.
2. Guðlaugur Guttormsson bóndi í Lyngfelli, f. 7. nóvember 1908, d. 6. apríl 1996.

Oddur var með foreldrum sínum.
Hann lærði grunnatriði í trésmiði í smíðaskólanum á Hólmi í Landbroti, V.-Skaft. veturinn 1954-1955, lauk því námi í Iðnskólanum í Reykjavík, varð sveinn, síðar meistari í Meistaraskólanum í Reykjavík 1966.
Hann lærði harmónikkuleik í kvöldskóla hjá Karli Jónatanssyni í Reykjavík. Oddur vann hjá Áhaldahúsi Reykjavíkur í áratugi og hafði þá meðal annars umsjón með smíðahópum í Vinnuskóla Reykjavíkur.
Hann lék ungur á harmónikku, var félagi í Félagi harmónikkuunnenda og sat í stjórn þess. Hann söng með kór Trésmiðafélags Reykjavíkur.
Oddur var vel hagmæltur, gaf út ljóðabókina ,,Vornóttin angar“.
Hann ferðaðist mikið og var um skeið fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands.
Oddur var um skeið vinnumaður á Stafafelli í Fellum og hjá Guðlaugi frænda sínum í Lyngfelli.
Oddur var ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.