Mosfell

From Heimaslóð
Revision as of 08:13, 6 December 2016 by Inga (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Mosfell.
Grunnmynd

Húsið Mosfell stóð við Túngötu 28. Sigurður Sigurjónsson, Brekkuhúsi, byggði húsið árið 1912. Kristinn Jónsson, oft kallaður póstur vegna starfs síns, en einnig kenndur við húsið, bjó lengi að Mosfelli ásamt móður sinni, Jennýju Guðmundsdóttur. Á Mosfelli var lengi nokkur kúabúskapur og þar var einnig hænsnarækt. Þegar gaus 1973, bjuggu að Mosfelli Eiríkur Sigurðsson frá Hruna og fjölskylda hans. Mosfell brann til kaldra kola á fimmta degi gossins.

Nýtt hús var byggt eftir gos á lóð þess gamla.



Heimildir