Magnús Sigurðsson (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. október 2013 kl. 11:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. október 2013 kl. 11:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: <br> '''Magnús Sigurðsson''' bóndi og sjómaður í Háagarði fæddist 1796 á Skíðbakka í Krosssókn í Landeyjum og lést 20. ágúst 1863.<br> Magnús var ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit


Magnús Sigurðsson bóndi og sjómaður í Háagarði fæddist 1796 á Skíðbakka í Krosssókn í Landeyjum og lést 20. ágúst 1863.

Magnús var 5 ára hjá Geirlaugu ömmu sinni á Bergþórshvoli 1801, var vinnumaður þar 1816.
Hann fluttist að Efsta-Koti u. Eyjafjöllum 1823, fluttist þaðan að Tungu í V-Landeyjum 1826.
Hann var kominn til Eyja 1840 og bjó allan sinn búskap í Háagarði, sem var hluti af Vilborgarstaðajörðinni.
Hann lést 1863.

Kona Magnúsar í Háagarði var Margrét Arngrímsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1811, d. 5. júní 1873.
Barn Magnúsar og Margrétar hér:
1. Margrét Magnúsdóttir húsfreyja í Háagarði, gift Guðmundi Þorkelssyni bónda, f. 7. júlí 1834, d. 14. febrúar 1897.


Heimildir