Lúðvík Bergvinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. ágúst 2005 kl. 14:26 eftir Skapti (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. ágúst 2005 kl. 14:26 eftir Skapti (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

F. í Kópavogi 29. apríl 1964. For.: Bergvin Oddsson (f. 22. apríl 1943) skipstjóri og k. h. María Friðriksdóttir (f. 1. mars 1943). Bróðursonur Guðmundar Oddssonar vþm. K. Þóra Gunnarsdóttir (f. 16. mars 1965). Dóttir: Jóhanna Lea (2002).

Skipstjórnarréttindi á 30 tonna skip 1980. Stúdentspróf Fjölbrautaskólanum á Akranesi 1985. Lögfræðipróf HÍ 1991.

Fulltrúi bæjarfógeta, síðar sýslumanns í Vestmannaeyjum 1991-1994, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins um sex mánaða skeið 1993-1994. Yfirlögfræðingur í umhverfisráðuneytinu 1994-1995.

Lék með meistaraflokki ÍBV, ÍA, Leifturs og ÍK 1983-1991. Í auðlindanefnd forsætisráðherra 1998-2000.

Alþm. Suðurl. 1995-2003 (Alþfl., JA., Samf.), alþm. Suðurk. síðan 2003 (Samf.). Menntamálanefnd 1995-1996, landbúnaðarnefnd 1995-1999 og 2003-, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995-1996, sjávarútvegsnefnd 1996-1999, samgöngunefnd 1999-2003, allsherjarnefnd 1999-2003, efnahags- og viðskiptanefnd 2003-, kjörbréfanefnd 2003-. Íslandsdeild VES-þingsins 1999-2003, Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2003-.


Heimildir