Kári Sigurðsson (Presthúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kári Sigurðsson, Presthúsum, fæddist að Selshjáleigu í V-Landeyjum 12. júlí 1880 og lézt 10. ágúst 1925.

Kári
Þórunn Pálsdóttir f. 12. nóv. 1879 d. 15.mars 1965. Kári Sigurðsson f. 12. júlí 1880 d. 10. ágúst 1925.
Talið frá vinstri í efstu röð: Guðni, Óskar, Sigurbjörn, Nanna, Rakel, Helga, Jón, Ingileif, Karl, Kári og Svala.
Presthús

Ætt og uppruni

Foreldrar Kára voru Sigurður bóndi í Selshjáleigu í V-Landeyjum, síðar bóndi og formaður í Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, f. 14. marz 1850 í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu í A-Landeyjum, drukknaði 26. apríl 1893, Þorbjarnar bónda í Kirkjulandshjáleigu, f. 1810, d. 1901, Jónssonar og síðari konu Þorbjarnar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1820, d. 1888, Sigurðar bónda í Gularáshjáleigu, Andréssonar. Móðir Kára og kona Sigurðar bónda og formanns var Guðrún húsfreyja, f. 10. maí 1855, d. 8. marz 1936 í Eyjum, Jónasar bónda á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 1. febrúar 1823, d. 27. október 1885, Jónssonar og konu Jónasar bónda, Guðrúnar húsfreyju, f. 4. ágúst 1825, d. 23. febrúar 1899, Þorkelsdóttur.
Bræður Kára voru Sigurður járnsmiður á Hæli, f. 11. maí 1889, d. 25. apríl 1974, og Bernótus í Stakkagerði.
Hálfsystir þeirra bræðra (sammæðra) var Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Stað, f. 5. maí 1895, d. 16. mars 1969.

Lífsferill

Kári var „afburða duglegur og þótti einhver besti sláttumaður í Landeyjum“ (ÞE). Hann var um skeið formaður á Björgu við Landeyjasand, en í Eyjum byrjaði hann formennsku á Heklu árið 1914 og var formaður á henni til 1918. Eftir það var hann með Kap, Marz og fleiri báta fram til ársins 1925 þegar hann lést.

Fjölskylda

Kona Kára (1902) var Þórunn Pálsdóttir, f. 1879.
Börn: Sjá Þórunni.


Heimildir

  • Víglundur Þór Þorsteinsson tók saman ætt og uppruna.
  • Manntal 1910 og 1920.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Valgeir Sigurðsson og fleiri. Landeyingabók, Austur-Landeyjar. Gunnarshólmi: Austur-Landeyjahreppur, 1999.
  • Þorsteinn Einarsson kennari, íþróttafulltrúi: Þórunn Pálsdóttir, minning. Morgunblaðið 23. marz 1965.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.