Jón Einarsson (Nýjabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. mars 2014 kl. 17:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. mars 2014 kl. 17:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jón Einarsson (Nýjabæ)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Jón Einarsson útvegsbóndi, hreppstjóri og lóðs í Nýjabæ fæddist 1773 á Búastöðum og lést 14. marz 1846 á Miðhúsum.

Jón var bóndi í Dölum 1801 og í Nýjabæ 1816. Hann var 63 ára ekkill til heimilis í Nýjabæ 1835, 68 ára fyrrverandi hreppstjóri þar 1840, ekkill á Miðhúsum 1845.
Hann lést 1846.

I. Kona Jóns, (6. desember 1798) var Ingigerður Árnadóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 1764, d. 20. maí 1833.
Jón var síðari maður hennar.
Börn þeirra hér:
1. Kristín Jónsdóttir, f. 9. jan. 1803, d. 17. sama mánaðar úr ginklofa.
2. Einar Jónsson, f. 4. jan. 1804, d. 13. sama mánaðar úr ginklofa.
3. Kristín Jónsdóttir, f. 13. maí 1806, d. 26. maí 1806 úr ginklofa.
4. Jón Jónsson, f. 10. okt. 1808, d. fyrir mt 1816.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ljósmæður á Íslandi 1-2. Ritstjóri Björg Einarsdóttir. Ljósmæðrafélag Íslands 1984.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.