Jónína Helga Valgerður Guðmundsdóttir

From Heimaslóð
Revision as of 11:53, 11 January 2016 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Jónína Helga Valgerður Guðmundsdóttir frá Ömpuhjalli, húsfreyja í Spanish Fork í Utah, fæddist 14. september 1867 í Ömpuhjalli og lést 18. desember 1932 í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Guðný Árnadóttir húsfreyja, f. 27. desemeber 1834, d. 7. desember 1916 í Vesturheimi, og maður hennar Guðmundur Árnason tómthúsmaður, meðhjálpari, skírður 25. september 1827, d. 9. október 1879.

Jónína Helga Valgerður var með foreldrum sínum í Ömpuhjalli meðan beggja naut við. Faðir hennar lést er hún var 12 ára. Hún var með móður sinni og syskinum í Mandal í lok árs 1879 og 1880, var léttastúlka í Frydendal 1881-1883, vinnukona hjá Kristínu systur sinni í Batavíu 1884.
Hún fluttist frá Batavíu til Utah 1885. Hún fékkst við farkennslu og tók þátt í félagsmálum aldraðra með Eiríki.

Maður Jónínu Helgu Valgerðar, (11. september 1885), var Eiríkur Eiríksson frá Gjábakka, smiður í Spanish Fork, f. 12. maí 1857, d. 11. september 1834.
Börn þeirra hér:
1. Rosetta Christine, f. 10. nóvember 1886, d. 3. september 1959
2. Eric Elias, f. 14. desember 1888, d. 21. maí 1946.
3. Hanna Jorun Veigalín, f. 25. janúar 1891, d. 3. janúar 1960.
4. John Arthur, f. 18. desember 1892, d. 16. október 1908.
5. Nena Matilda, f. 22. maí 1895.
6. Leonard Goodman, f. 2. febrúar 1898.
7. Lillian Esther, f. 9. apríl 1900, d. 8. ágúst 1908.
8. William Lawrence, f. 2. maí 1903.
9. Clara Mabel, f. 27. ágúst 1905. Hún skrifaði bók um fjölskylduna: „As I remember“.
10. Eldon W., f. 18. janúar 1908.
11. Erma Lael, f. 7. maí 1910.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
  • Prestþjónustubækur.
  • Utah Icelandic Settlement, vefrit.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.