Jóhanna Sigríður Jónsdóttir (Litlabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. júlí 2013 kl. 19:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júlí 2013 kl. 19:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jóhanna Sigríður Jónsdóttir''' húsfreyja í Litlabæ og Sjólyst fæddist 24. júní 1889 og lést 4. apríl 1977.<br> Faðir hennar var Jón bóndi á Rau...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Litlabæ og Sjólyst fæddist 24. júní 1889 og lést 4. apríl 1977.
Faðir hennar var Jón bóndi á Rauðsbakka undir Eyjafjöllum 1901, f. 15. júlí 1859, d. 6. júlí 1937, Einarsson bónda í Bakkakoti 1860, f. 3. júní 1796, d. 30. janúar 1869, Péturssonar bónda á Hjáleigusöndum og Lambhúshóli u. Eyjafjöllum, f. 1757, d. 7. júlí 1841, Erlendssonar, og konu Péturs, Margrétar húsfreyju, f. 1768, d. 25. september 1825, Jónsdóttur.
Móðir Jóns á Rauðsbakka og kona Einars Péturssonar var Margrét húsfreyja, f. 1830, d. 16. ágúst 1868, Loftsdóttir bónda í Hjörleifshöfða, f. 22. febrúar 1791, d. 19. apríl 1856, Guðmundssonar, og barnsmóður Lofts, Bjarghildar vinnukonu í Mýrdal, f. 1800 í Reynissókn í Mýrdal, d. 10. júlí 1856 í Skógum u. Eyjafjöllum, Oddsdóttur.

Móðir Jóhönnu Sigríðar í Litlabæ og kona Jóns Einarssonar á Rauðsbakka var Margrét húsfreyja, f. 15. apríl 1866, d. 20. mars 1939, Jónsdóttir bónda á Hærri-Þverá í Fljótshlíð 1870, f. 1828, Eyjólfssonar bónda á Háu-Þverá 1835, f. 3. október 1787 í Árkvörn í Fljótshlíð, d. 27. júlí 1851, Jónssonar og konu Eyjólfs Jónssonar, Þorbjargar húsfreyju, f. 5. október 1790 á Kirkjubæ á Rangárvöllum, d. 24. desember 1888, Jónsdóttur.
Móðir Margrétar Jónsdóttur á Rauðsbakka og kona Jóns Eyjólfssonar á Hærri-Þverá var Margrét húsfreyja, f. 11. maí 1834, d. 28. mars 1912, Ögmundsdóttir bónda í Auraseli 1835, f. 30. október 1803, d. 25. maí 1890, Ögmundssonar, Pálssonar og konu Ögmundar í Auraseli, Guðrúnar húsfreyju, f. 23. apríl 1807, d. 29. júlí 1891, Andrésdóttur.
Ögmundur í Auraseli var einnig ættfaðir Litlabæjarfólksins.

Jóhanna Sigríður var eins árs með vinnufólkinu foreldrum sínum á Miðbælisbökkum u. Eyjafjöllum 1890, 12 ára með bændahjónunum foreldrum sínum á Rauðsbakka 1901.
Hún var gestkomandi í Drangshlíð u. Eyjafjöllum 1910, fluttist til Eyja 1915.
Á árinu 1920 var Jóhanna Sigríður ógift húsfreyja í Litlabæ með Guðmundi og börnunum Magnúsi Knúti (nefndur Magnús Sigurjón þar) og Jóni Maríusi.
Þau Guðmundur bjuggu í Sjólyst 1930, - hún bústýra.

Maður Jóhönnu Sigríðar Jónsdóttur var Guðmundur Ástgeirsson sjómaður frá Litlabæ, f. 22. maí 1889, d. 26. ágúst 1970.
Börn þeirra hér:
Magnús Knútur Guðmundsson, f. 16. nóvember 1916, d. 20. maí 1952.
Jón Maríus Guðmundsson vélstjóri, skipstjóri, f. 9. febrúar 1920, d. 27. apríl 2006.


Heimildir