„Ingjaldur Jónsson (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 14: Lína 14:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]

Núverandi breyting frá og með 14. ágúst 2015 kl. 20:30

Ingjaldur Jónsson vinnumaður, bóndi á Vesturhúsum fæddist 1795 og drukknaði 22. október 1825.
Faðir hans var Jón Magnússon bóndi í Syðri-Gróf í Flóa 1801, f. 1748, d. í júní 1807.

Ingjaldur var með ekklinum föður sínum í Syðri-Gróf 1801.
Hann fluttist til Eyja 1819 frá Votmúla í Flóa., vinnumaður að Ofanleiti, var vinnumaður í Stakkagerði 1820, í Ólafshúsum 1821. Hann var vinnumaður hjá foreldrum Margrétar við giftingu þeirra 1823. Þau eignuðust barn 1824, en það lést viku gamalt, líklega úr ginklofa, sem var oft kallað Barnaveiki eða Barnaveikin og deyddi börnin á fyrstu dögum lífsins, en annars var oftast skráð Barnaveikindi.
Ingjaldur drukknaði 1825.

Kona Ingjalds, (27. júlí 1823), var Margrét Þorsteinsdóttir „yngisstúlka - 18 ára“ á Vesturhúsum, síðar húsfreyja í Ólafshúsum, f. 18. apríl 1805, d. 9. desember 1842.
Barn þeirra hér:
1. Jón Ingjaldsson, f. 14. september 1824, d. 21. september 1824 úr „Barnaveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.