Haukur Þór Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Haukur Þór Guðmundsson.

Haukur Þór Guðmundsson sjómaður, verkamaður fæddist 5. júní 1926 og lést 25. ágúst 1988.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafur Jónasson innheimtumaður, f. 12. janúar 1898, d. 25. apríl 1932, og Kristjana Bjarney Jónsdóttir, f. 27. júní 1890, d. 29. janúar 1947.

Haukur Þór flutti til Eyja um 1950, var sjómaður, aðallega við beitningu. Hann var á á ýmsum bátum, fyrst á m/b Unni VE, með Þórði Stefánssyni, þá var hann einnig lengi hjá Helga Bergvinssyni á m/b Stíganda, bæði á vetrarvertíðum og á síldveiðum fyrir Norðurlandi.
Þau Halldóra giftu sig 1954, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 10 og Boðaslóð 7, fluttu til Grindavíkur 1973. Þau skildu.
Haukur Þór lést 1988.

I. Kona Hauks Þórs, (31. desember 1954, skildu), var Halldóra Ármannsdóttir frá Laufholti við Hásteinsveg 18, húsfreyja, saumakona, gangavörður, f. 8. desember 1935, d. 25. janúar 2017.
Börn þeirra:
1. Guðmar Þór Hauksson sagnfræðingur, f. 22. júní 1955.
2. Ármann Hauksson sálfræðingur, f. 3. september 1956, d. 1. júní 2019.
3. Elín Hauksdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1958. Maður hennar Guðlaugur Aðalsteinn Stefánsson.
4. Draupnir Hauksson sjómaður, verkamaður, f. 4. september 1963, d. 23. október 2010. Fyrrum kona hans Fanney Friðriksdóttir frá Sandgerði.
5. Magni Freyr Hauksson, f. 12. ágúst 1964. Barnsmóðir hans Jósebína Ósk Fannarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.