Guðrún Ólafsdóttir ljósmóðir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. október 2006 kl. 12:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. október 2006 kl. 12:22 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Ólafsdóttir ljósmóðir. Guðrún fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 8. ágúst 1920 og lézt í Reykjavík 22. maí 1978.
Faðir hennar var Ólafur Guðmundur kennari, kaupmaður, bakari og hreppstjóri á Flateyri, f. 30. ágúst 1879, d. 7. maí 1948, Sigurðar kaupmanns og útgerðarmanns á Hrauni í Hnífsdal og á Langeyri í Álftafirði, f. 1860, d. 1950, Þorvarðarsonar og barnsmóður Sigurðar, Elínar Jóhannesdóttur frá Blámýrum í Ögursveit við Djúp, síðar húsfreyju á Hríshóli í Reykhólasveit í Barðastrandarsýslu, f. 1854, d. 1920. Móðir Guðrúnar og kona (25. marz 1917) Ólafs Guðmundar var Valgerður húsfreyja, f. 26. sept. 1893, d. 1. nóv. 1968, Guðmundar bónda að Bakkaseli í Ögursveit, f. 1849, Hafliðasonar og barnsmóður hans, Guðrúnar Sigurðardóttur.
Guðrún lauk ljósmæðraprófi við Ljósmæðraskóla Íslands 30. sept. 1947, var áður í Húsmæðraskólanum að Laugalandi í Eyjafirði 1944-1945.
Hún var ljósmóðir við Landspítalann 1947-30. sept 1949, er hún varð ljósmóðir í Eyjum og því starfi gegndi hún til dánardægurs 1978.
Maki (1. des. 1951): Magnús Þórður bifreiðastjóri, f. 7. maí 1921, Ágústsson á Aðalbóli í Eyjum Þórðarsonar og konu Ágústs, Viktoríu Guðmundsdóttur húsfreyju.
Börn þeirra Magnúsar Þórðar: Valgerður Ólöf ljósmóðir í Eyjum, f. 23. marz 1953; Magnús Rúnar rafvirki í Hafnarfirði, f. 29. júlí 1956. (´82)

Heimildir:

  • Ljósmæðratal.
  • Arnardalsætt.
  • Bergsætt.
  • Hver er maðurinn?
  • Kennaratal.