Guðmunda Hjörleifsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júní 2007 kl. 15:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júní 2007 kl. 15:54 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmunda Hjörleifsdóttir er fædd 23. apríl 1949. Foreldrar hennar eru Hjörleifur Guðnason múrarameistari og Inga Jóhanna Halldórsdóttir. Maður hennar er Þórður Sigursveinsson. Þau búa að Litlagerði 4.

Guðmunda starfaði lengi sem þerna á Herjólfi en fyrir nokkrum árum gerðist hún umboðsaðili Volare á Íslandi sem hún á og rekur í dag. Vikublaðið Fréttir veitir árlega viðurkenningu þeim sem hafa skarað fram úr í Vestmannaeyjum og árið 2004 var Guðmunda valin Eyjamaður ársins.