Fríða Eiríksdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Fríða Eiríksdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða fæddist 14. október 1947.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Kristjánsson bifreiðastjóri, verkamaður í Reykjavík, f. 11. mars 1889, d. 16. júní 1949, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 23. júlí 1903, d. 30. mars 1959.

Fríða var húsfreyja og starfaði síðar í Hraunbúðum.
Þau Anthony (Anton) giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík.
Hún flutti til Eyja, giftist Jóhanni. Hann gekk börnum hennar í föðurstað. Þau bjuggu við Fjólugötu 2 1986.

I. Maður Fríðu var Anthony Marshall sjómaður, f. 28. apríl 1943.
Börn þeirra:
1. Anna Lilja Antonsdóttir Marshall, f. 24. apríl 1968.
2. Róbert Marshall fjölmiðlamaður, f. 31. maí 1971. Kona hans Brynhildur Ólafsdóttir.
3. Eiríkur Tómas Marshall kvikmyndatökumaður, 16. maí 1974. Kona hans Bryndís Hrönn Gunnarsdóttir.

II. Maður Fríðu var Jóhann Friðjón Friðriksson vinnuvélastjóri, sjómaður, netagerðarmaður, f. 29. september 1939, d. 3. apríl 2021.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.