Elín Sigmundsdóttir (Vindheimum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. apríl 2024 kl. 12:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. apríl 2024 kl. 12:12 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Elín Sigmundsdóttir frá Vindheimum í Tungusveit, Skagaf., húsfreyja fæddist 22. júlí 1890 á Írafelli í Svartárdal og lést 31. janúar 1975.
Foreldrar hennar voru Sigmundur Andrésson bóndi, f. 15. október 1854, d. 24. apríl 1926, og kona hans Monika Indriðadóttir húsfreyja, f. 7. september 1862, d. 8. júní 1939.

Þau Eggert giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau voru bændur á Hofi á Höfðaströnd til 1914, fluttu til Rvk, bjuggu þar til 1922, bjuggu í Innri-Njarðvík 1922-1924, fluttu til Rvk, bjuggu þar til 1930, fluttu til Eyja, bjuggu þar til 1939, í Innri-Njarðvík um skeið, síðan bændur á Vestri-og Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum frá 1948 til 1950.
Eggert lést 1951 og Elín bjó á Eystri-Kirkjubæ 1951-1955, flutti til Rvk.
Hún lést 1975.

I. Maður Elínar, (1912), var Eggert Einar Jónsson frá Sölvanesi í Skagafirði, bóndi, verslunarmaður, kaupsýslumaður, starfsmaður Shell, útgerðarmaður, frystihússrekandi, f. 16. mars 1890, d. 28. september 1951.
Börn þeirra:
1. Sigurlaug Auður Eggertsdóttir, f. 9. júní 1914, d. 23. júlí 2012. Maður hennar Bogi Óskar Sigurðsson.
2. Sólveig Eggertsdóttir, f. 9. maí 1917, d. 18. mars 2008. Fyrrum maður hennar Elías Eyvindsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.