„Blik 1980/Ágrip af sögu landbúnaðar í Vestmannaeyjum, V. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:


Eins og ég hefi drepið á hér í máli mínu, þá stofnuðu Eyjamenn
Eins og ég hefi drepið á hér í máli mínu, þá stofnuðu Eyjamenn
nautgripaábyrgðarfélag árið 1893. Þetta merka framtak þeirra var vissulega gjört af gildum ástæðum. Um lengri tíma hafði það verið árlegt fyrirbrigði i byggðarlaginu, að kýr drápust skyndilega á básum sínum. Litlar sögur fara af þessu fyrirbrigði, því að fátt var um það skrifað. Það er fyrst árið 1919 að kúadauðans í Eyjum er getið í blaðagrein, að ég bezt veit. Í þá grein hlýt ég að vitna hér. Hún birtist í Skeggja í maímánuði 1919. Höfundur hennar var ritstjóri
nautgripaábyrgðarfélag árið 1893. Þetta merka framtak þeirra var vissulega gjört af gildum ástæðum. Um lengri tíma hafði það verið árlegt fyrirbrigði i byggðarlaginu, að kýr drápust skyndilega á básum sínum. Litlar sögur fara af þessu fyrirbrigði, því að fátt var um það skrifað. Það er fyrst árið 1919 að kúadauðans í Eyjum er getið í blaðagrein, að ég bezt veit. Í þá grein hlýt ég að vitna hér. Hún birtist í Skeggja í maímánuði 1919. Höfundur hennar var ritstjóri blaðsins, [[Páll Bjarnason]] frá Götu í Stokkseyrarhreppi, síðar skólastjóri, svo og gjaldkeri Búnaðarfélags Vestmannaeyja. Þar segir hann um kúadauðann í Vestmannaeyjum:
blaðsins, Páll Bjarnason frá Götu í Stokkseyrarhreppi, síðar skólastjóri, svo og gjaldkeri Búnaðarfélags Vestmannaeyja. Þar segir hann um kúadauðann í Vestmannaeyjum:
 
„Undarleg plága er kúadauðinn hér í Vestmannaeyjum. Einn bóndi missti á dögunum kú, sem virtist vera alheilbrigð örstuttri stundu áður en komið var að henni steindauðri á básnum. Það er fimmta kýrin, sem hann missir á sex árum. Aðra kú missti hann í fyrra á sama hátt og þessa. Urðu báðar bráðkvaddar á básnum. Engin sjúkleikamerki sáust á innyflunum á seinni kúnni, enda hafði ekki borið á neinni vesöld í henni.<br>
Fleiri hafa orðið fyrir þungum búsifjum af völdum kúafársins, þó að enginn hafi orðið eins hart úti og þessi bóndi. - Annar maður missti unga kú, bezta grip, fyrir fáum dögum, og sá ekkert á henni áður... Alls munu hafa farið 5-6 kýr þannig á árinu. Það er ekki smáræðisskattur á fáum eigendum, þó að ábyrgðarfélagið bæti þær að nokkru leyti.<br>
Undanfarna daga er mjög kvartað undan veikindum í kúm. Það er slagaveiki. Margar kýr hér eru nytjalausar af þeirri ástæðu....Kúafárið bitnar í raun og veru mest á smábörnum, sem mjólkina missa.<br>
Merkilegt er það, að kjötið af sjálfdauðum kúm er hiklaust notað til manneldis, og hefur reynzt óskaðlegt. Það er því ekki um neytt eiturfár að ræða.<br>
Kúadauðin fer í vöxt, hver ástæðan, sem til þess er. Ekki væri viðlit fyrir fátæka að eiga hér kú, ef ekki væri ábyrgðarfélagið fyrir nautgripi, sem bætir skaðann eftir megni....En þó gott sé að fá skaðann bættan að nokkru, þá væri þó meira vert að geta grafið fyrir rætur meinsins að fullu...Nauðsyn ber til að leita einhverra ráða til að afstýra óhöppunum, ef þau ráð eru einhver til.<br>
Kúafækkunin og áhættan við kúahaldið heldur mjólkurverðinu háu. Mjólkin hækkar því meira í verði eins og aðrar vörur, því meiri sem vandkvæðin eru á að framleiða hana. - Ekki er þess getið, að mjólkin úr veiku kúnum hafi reynzt neitt skaðleg; það er margreynt, að fólki verður ekki meint við að nota hana, þó að hún sé úr kúm, sem komnar eru að bana.“ - Þetta skrifaði ritstjórinn.
 
Í júnímánuði 1919 flutti Skeggi þessa frétt: „Tvær kýr drápust á sama sólarhringnum í vikunni.....Eru nú dauðar sjö kýr á rúmum mánuði. Annar bóndinn, sem nú missti kú sína, missti aðra kú í haust og nú á hann enga eftir.“
 
Var nú skorað á hina nýkjörnu bæjarstjórn Vestmannaeyjakaupstaðar að láta mál þetta til sín taka, þar sem ekkert var þá búnaðarfélag í kaupstaðnum til þess að knýja á um rannsókn á þessu geigvænlega fyrirbrigði, kúadauðanum.<br>
Síðari hluta júnímánaðar þ.á. dvaldist síðan Magnús dýralæknir Einarsson í Eyjum og reyndi að gera sér grein fyrir orsök kúadauðans. Kvaðst hann ekki finna neinar áreiðanlegar orsakir, en þótti líklegt að viss tegund af flugum ylli fárinu, en vildi þó ekki fullyrða, að svo væri. Það kvað vera algengt í nágrannalöndunum, að eiturflugur valdi bráðadauða í kúm....Dýralæknirinn hefur safnað flugum og ætlar að láta rannsaka þær. - Þannig segir Skeggi frá gjörðum dýralæknisins í Eyjum. - Og ekki varð almenningi í kaupstaðnum kunnugt um nokkurn árangur af ferð hans til Eyja. Kúafárið hélt þar áfram að valda skaða. Sú staðreynd dró mjög úr mjólkurframleiðslunni í kaupstaðnum.<br>
Koma dýralæknisins til Eyja og hugmynd hans um hið skaðlega flugnabit þar vakti umtal í bænum, beiskju sumra og bros annarra.
 
Í marzmánuði 1920 birti Skeggi grein um '''dýravernd.''' Þetta var ádeilugrein og fjallaði um meðferð Eyjamanna á húsdýrum sínum og þá ekki sízt kúnum. Enginn varð til að svara grein þessari og verðum við því að álykta, að Eyjafólk hafi fundið þar sannan brodd, sem enginn vildi takast á við af þeim gildu ástæðum. Í grein þessari segir svo:<br>
„....Mér virðist kýrnar miklu óásjálegri hér en flestar sveitakýr, sem ég hefi séð, og eftir því er nytin í þeim mörgum hverjum, um sumartímann að minnsta kosti. Og hví skyldi það ekki vera svo.? Þær verða að reika hér vorlangan daginn um graslausa móana, þaulnagaða eftir fé og hross. Hvar sem þær fara, er grimmum og óvöndum hundum að mæta, glefsandi vörgum, og oft ganga þær blóðrisa undan þeim. Þær gerast  órólegar, þegar hvergi finnst haglendi né friðland og slangra þá niður á götu, stundum til að leita sér vatns til að svala þorstanum eftir langan sólskinsdag. Það mun nefnilega brenna við, að þeim er ekki æfinlega vatnað heima á sumardaginn. - Og hvað finna þær? Græna fýlupolla, sem safnast saman í skúmaskotum bæjarins, og annað óþverragrugg, stundum það, sem hellt er út úr húsum; það hef ég séð oftar en einu sinni. Þess á milli snuðra þær í sorphaugum og meðfram görðum, og það grunar mig, að í þeim leitum fái þær ýmsan þann „fóðurbæti“, t.d. gamla öngla og vírbúta, sem síðar finnast í innýflum þeirra á banadægri. Gæti ekki þarna legið ein ástæða til hins mikla kúadauða, sem hér liggur í landi? Kýr geta drepizt af fleiru en flugnabiti.<br>
Það er fyrir löngu kominn tími til að bæta eitthvað um líðan kúnna á sumrin. Drepist eins margar kýr næsta sumar eins og sl. sumar, þá verður hér mjólkurlaus bær næsta vetur, og allir vita, hversu þægilegt það er, ekki sízt þegar sóttir ganga. Ráð mundi það vera að koma upp sameiginlegu kúagerði fyrir bæinn, áður en öll lönd eru tekin undir tún og fiskreiti.....“
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 


„Undarleg plága er kúadauðinn hér í Vestmannaeyjum. Einn bóndi missti á dögunum kú, sem virtist vera alheilbrigð örstuttri stundu áður en komið var að henni steindauðri á básnum. Það er fimmta kýrin, sem hann missir á sex árum. Aðra kú missti hann í fyrra á sama hátt og þessa. Urðu báðar bráðkvaddar á básnum. Engin sjúkleikamerki sáust á innyflunum á seinni kúnni, enda hafði ekki borið á neinni vesöld í henni.


Fleiri hafa orðið fyrir þungum búsifjum af völdum kúafársins, þó að enginn hafi orðið eins hart úti og þessi bóndi. - Annar maður missti unga kú, bezta grip, fyrir fáum dögum, og sá ekkert á henni áður... Alls munu hafa farið 5-6 kýr þannig á árinu. Það er ekki smáræðisskattur á fáum eigendum, þó að ábyrgðarfélagið bæti þær að nokkru leyti.




Leiðsagnarval