Blik 1976/Hjónin í Klöpp

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. desember 2009 kl. 16:32 eftir Birna (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. desember 2009 kl. 16:32 eftir Birna (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Þ. Víglundsson

Brúðhjónin Kristján Ingimundarson og Sigurbjörg Sigurðardóttir.

Íbúðarhúsið Klöpp.


Hjónin í Klöpp

Myndin á bls. 211 birtist í Bliki árið 1967. Hér læt ég fylgja nánari og fyllri skýringu en þar er birt og töluvert á annan veg.
Mynd þessi er tekin við suðurvegg Landakirkju 14. okt. 1892. Fram hefur farið í kirkjunni brúðkaupsvígsla. Hana framkvæmdi séra Oddgeir Þórðarson Guðmundssonar, sóknarprestur að Ofanleiti (með loðhúfu á höfði lengst til hægri á myndinni). Brúðhjónin eru Kristján Ingimundarson hreppstjóra Jónssonar á Gjábakka og Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Eystra-Rauðafelli undir Eyjafjöllum. Þessi hjón áttu eftir að verða ein hin mætustu hjón í Vestmannaeyjabyggð á sinni tíð.
Foreldrar brúðgumans, hjónin Ingimundur Jónsson og Margrét Jónsdóttir á Gjábakka í Eyjum voru gefin saman árið 1858 og bjuggu á Gjábakka 54 ár eða þar til Ingimundur bóndi og hreppstjóri lézt árið 1912. Hann kvæntist heimasætunni á Gjábakka, Margréti Jónsdóttur bónda þar Einarssonar. Kona hans og móðir Margrétar, var frú Sigríður Sæmundsdóttir húsfreyja á Gjábakka um það bil tvo tugi ára.
Foreldrar brúðarinnar voru Sigurður Sigurðsson bóndi á Eystra-Rauðafelli og kona hans Þorbjörg Sveinsdóttir, systir Sigurðar útgerðarmanns og smiðs í Nýborg í Eyjum. Sigurbjörg Sigurðardóttir fæddist að Eystra-Rauðafelli árið 1861. Hún missti föður sinn, er hún var fimm ára gömul (1866) og fór því ung í vist til annarra, þar sem það hét og svo, að hún ynni fyrir sér, þegar hún stálpaðist.
Árið 1883 leitaði hún sér atvinnu úti í Vestmannaeyjum, þá 22 ára að aldri. Hún réðist þá að Nýborg til hjónanna Sigurðar Sveinssonar,móðurbróður síns, og konu hans Þórönnu Ingimundardóttur ljósmóður frá Gjábakka, systur Kristjáns.
Þegar svo Kristján Ingimundarson á Gjábakka vitjaði systur sinnar, húsfreyjunnar í Nýborg, hreifst hann mjög af vinnukonunni undan Eyja-fjöllum. Og að því dró, að þau felldu hugi saman.
Árin 1884 og 1885 var Sigurbjörg Sigurðardóttir vinnukona í Julíusháb hjá verzlunarstjórahjónunum Gísla Engilbertssyni og frú Ragnhildi Þórarinsdóttur.
Haustið 1885 réðst Sigurbjörg Sigurðardótatir vinnukona til hjónanna