„Blik 1967/Brynjólfur Sigfússon, IV. hluti, sönglög“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: IV. hluti, Sönglög)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Blik 1967/Brynjólfur Sigfússon, IV. hluti, Sönglög|IV. hluti, Sönglög]]
''Hér birtir Blik mynd af eiginhandarriti tónskáldsins [[Brynjólfur Sigfússon|Brynjólfs Sigfússonar]], organista, af hinu kunna lagi hans „Yndislega eyjan mín.“''<br>
''Nokkru fyrir dauða sinn gaf tónskáldið [[Oddgeir Kristjánsson|Oddgeiri  Kristjánssyni]], hljómsveitarstjóra, frumrit þetta af laginu. Síðan afhenti Oddgeir það Byggðasafni Vestmannaeyja til varðveizlu. — ''<br>
''Árið eftir fráfall Brynjólfs Sigfússonar söngstjóra og tónskálds gaf ekkja hans, frú [[Ingrid Sigfússon]], út sjö sönglög eftir eiginmanninn. Hann hafði búið þau undir prentun nokkru áður en hann lézt.''
 
''Lögin eru þessi:''<br>
 
''1. Vér þekkjum háa hamraborg. Ljóðið er eftir [[Steinn Sigurðsson|Stein Sigurðsson]]. Lagið samdi Brynjólfur Sigfússon 1939.''<br>
''2. Eldgamla Ísafold. Ljóðið er eftir Bjarna Thorarensen. Lagið samið 1944.''<br>
''3. Og út á Íslandsmið. Ljóðið eftir Jóhannes úr Kötlum. Lagið samdi Brynjólfur Sigfússon 1942.''<br>
''4. Ólag yfir Landeyjasand („Ólag“). Ljóðið eftir Grím Thomsen. Lagið samið 1947.''<br>
''5. Yndi' er að horfa á himinljós. Ljóð: Gísli Brynjólfsson. Lagið samið 1947.''<br>
''6. Sumarmorgunn á Heimaey. Ljóðið orti [[Sigurbjörn Sveinsson]]. Ekki er vitað með vissu, hvenær lagið var samið.''<br>
''7. Hin dimma, grimma hamrahöll. Ljóð: Gísli Brynjólfsson. Lagið samið 1917.''
 
''Tónskáldið tileinkaði bjargveiðimönnum, félögum sínum í [[Elliðaey]] í Vestmannaeyjum, lög þessi. Þar hafði Brynjólfur Sigfússon lifað  og unað margar yndis-stundir í hópi góðra félaga, og e.t.v. fengið innblástur endur og eins í kyrrð og næði úteyjarinnar, þegar fuglar og menn voru gengnir til náða, lundarnir í holum sínum og félagarnir í rammgerðum rekkjum.''

Leiðsagnarval