„Blik 1937, 2. tbl./Ein hjørð, einn hirðir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''EIN HJØRÐ, EINN HIRÐIR.''' Einhverju sinni flutti prestur búferlum af Vesturlandi á Austurland. Brátt boðar hann sína fyrstu messu í sókninni og fólkið flykkist til kirkj...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:


Einhverju sinni flutti prestur búferlum af Vesturlandi á Austurland. Brátt boðar hann sína fyrstu messu í sókninni og fólkið flykkist til kirkjunnar.<br>
Einhverju sinni flutti prestur búferlum af Vesturlandi á Austurland. Brátt boðar hann sína fyrstu messu í sókninni og fólkið flykkist til kirkjunnar.<br>
Að lokinni messu streymir fólkið út úr kirkjunni, nema tvær rosknar konur, sem eftir sitja á aftasta bekk. Þá ávarpar önnur hina og segir: „Hvernig þótti þér að heyra til nýja prestsins, heillin ?“ „Ó blessuð spurðu mig ekki að því, þú hefir langt um meira vit á því en ég.“ Þetta þótti hinni gott að vera álitin svona vitur. Fer hún nú ofan í pilsvasa sinn, dregur upp tóbakskylli mikinn og tekur hraustlega í nefið. Rær hún sér síðan í sæti og segir; „Ég hefi nú átt heima hér í sókninni í sex prestatíðir og enginn þeirra hefir stagast á því í stólnum fyr, að hér skyldi verða ein hjörð og einn hirðir, og ef það verður nokkurntíma, ætla ég rétt að segja það, að þá verður einhver svangur í dalnum þeim arna; því enn í dag er hjörð á hverjum bæ og hirðir líka og enginn þykist of vel mettur. Vona ég, að ég þurfi ekki að lifa það, og mig langar heldur ekki til þess“. Í því tók hún aftur rösklega í nefið, sneri fyrir kyllinn og snaraðist út úr kirkjunni í fússi.<br>
Að lokinni messu streymir fólkið út úr kirkjunni, nema tvær rosknar konur, sem eftir sitja á aftasta bekk. Þá ávarpar önnur hina og segir: „Hvernig þótti þér að heyra til nýja prestsins, heillin ?“ „Ó blessuð spurðu mig ekki að því, þú hefir langt um meira vit á því en ég.“ Þetta þótti hinni gott að vera álitin svona vitur. Fer hún nú ofan í pilsvasa sinn, dregur upp tóbakskylli mikinn og tekur hraustlega í nefið. Rær hún sér síðan í sæti og segir; „Ég hefi nú átt heima hér í sókninni í sex prestatíðir og enginn þeirra hefir stagast á því í stólnum fyr, að hér skyldi verða ein hjörð og einn hirðir, og ef það verður nokkurntíma, ætla ég rétt að segja það, að þá verður einhver svangur í dalnum þeim arna; því enn í dag er hjörð á hverjum bæ og hirðir líka og enginn þykist of vel mettur. Vona ég, að ég þurfi ekki að lifa það, og mig langar heldur ekki til þess.Í því tók hún aftur rösklega í nefið, sneri fyrir kyllinn og snaraðist út úr kirkjunni í fússi.<br>
''E.Á.1. b.''
''E.Á. 1. b.''

Útgáfa síðunnar 26. september 2009 kl. 11:38

EIN HJØRÐ, EINN HIRÐIR.

Einhverju sinni flutti prestur búferlum af Vesturlandi á Austurland. Brátt boðar hann sína fyrstu messu í sókninni og fólkið flykkist til kirkjunnar.
Að lokinni messu streymir fólkið út úr kirkjunni, nema tvær rosknar konur, sem eftir sitja á aftasta bekk. Þá ávarpar önnur hina og segir: „Hvernig þótti þér að heyra til nýja prestsins, heillin ?“ „Ó blessuð spurðu mig ekki að því, þú hefir langt um meira vit á því en ég.“ Þetta þótti hinni gott að vera álitin svona vitur. Fer hún nú ofan í pilsvasa sinn, dregur upp tóbakskylli mikinn og tekur hraustlega í nefið. Rær hún sér síðan í sæti og segir; „Ég hefi nú átt heima hér í sókninni í sex prestatíðir og enginn þeirra hefir stagast á því í stólnum fyr, að hér skyldi verða ein hjörð og einn hirðir, og ef það verður nokkurntíma, ætla ég rétt að segja það, að þá verður einhver svangur í dalnum þeim arna; því enn í dag er hjörð á hverjum bæ og hirðir líka og enginn þykist of vel mettur. Vona ég, að ég þurfi ekki að lifa það, og mig langar heldur ekki til þess.“ Í því tók hún aftur rösklega í nefið, sneri fyrir kyllinn og snaraðist út úr kirkjunni í fússi.
E.Á. 1. b.