Björgvin Jónsson (Garðstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Björgvin Þorsteinn Jónsson sjómaður, vélstjóri fæddist 17. mars 1914 á Garðstöðum og lést 16. júlí 1989.
Foreldrar hans voru Jón Pálsson útvegsbóndi, ísláttarmaður, f. 24. apríl 1874 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 10. janúar 1954, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1887 í Keflavík, d. 9. júlí 1923.
Stjúpmóðir Björgvins var Margrét Sigurþórsdóttir, f. 2. janúar 1892 í Holtahreppi, Rang., d. 16. júlí 1962.

Björgvin Þorsteinn Jónsson.

Börn Guðrúnar og Jóns:
1. Halldór Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976.
2. Ólafur Sigurður Jónsson bakarameistari í Reykjavík, f. 25. febrúar 1912 á Garðstöðum, d. 16. apríl 1988.
3. Björgvin Þorsteinn Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 17. mars 1914 á Garðstöðum, d. 16. júlí 1989.
4. Lilja Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 14. apríl 1916 á Garðstöðum, d. 22. október 1999.
5. Ágústa Helga Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 20. ágúst 1917 á Garðstöðum, d. 29. febrúar 2008.
6. Páll Eydal Jónsson slippstjóri, f. 6. desember 1919 á Garðstöðum, d. 27. október 1996.
7. Eyjólfur Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 26. mars 1922, d. 6. október 1959.
Börn Margrétar stjúpmóður Björgvins:
8. Sigurþór Hersir Guðmundsson sjómaður, síðast í Reykjavík, f. 28. júlí 1914, d. 5. júní 1988.
9. Kristján Thorberg Tómasson sjómaður, matreiðslumaður, f. 10. apríl 1916 á Seyðisfirði, d. 10. apríl 2001.
Fósturbarn Margrétar og Jóns Pálssonar:
10. Sigurður Grétar Karlsson frændi Margrétar, f. 5. ágúst 1932, d. 1. maí 1951.

Björgvin missti móður sína, er hann var á níunda árinu.
Hann var með föður sínum og Margréti stjúpu sinni, varð snemma sjómaður, lærði vélstjórn og var vélstjóri, m.a. hjá Þorvaldi Guðjónssyni frá Sandfelli og á vb. Ver VE 318, sem hann var meðeigandi að, ásamt Jóni Guðmundssyni formanni, mági sínum. Síðar var hann vélstjóri á Grafskipinu Vestmannaey.
Þau Dagmar Aðalbjörg giftu sig 1937, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu lengst á Goðalandi, Flötum 16, en eignuðust Heiðarveg 22 1972. Þar bjuggu þau, er Björgvin lést.
Björgvin Þorsteinn lést 1989 og Dagmar Aðalbjörg 1991.

I. Kona Björgvins, (30. janúar 1937), var Dagmar Aðalbjörg Guðmundsdóttir frá Goðalandi, Flötum 16, f. 23. júní 1914, d. 30. janúar 1999.
Barn þeirra:
1. Garðar Björgvinsson húsasmíðameistari, f. 1. desember 1939.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.