Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörðabók/Gjörðabók fyrir skólanefndina í Vestmannaeyja skólahéraði 1909-1932 texti bls. 11-20

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. maí 2017 kl. 15:52 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. maí 2017 kl. 15:52 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit


Ár 1909, sunnudaginn 31. janúar, átti skólanefndin fund með sjer á heimili formanns hennar. Allir nefndarmenn mættu á fundinum.

   Fram voru lagðar skriflegar beiðnir frá 5 aðstandendum skólabarna um að börn þeirra yrði leyst frá skólanámi frá byrjun febrúarmánaðar til loka yfirstandandi skólatíma.  Ástæða til þessara beiðna voru annir á viðkomandi heimilum á vetrarvertíðinni.  Eftir nokkrar umræður komst nefndin að þeirri  niðurstöðu að hvorki lögin um fræðslu barna nje reglugjörð skólans heimiliðu undanþágu þá, sem farið er fram á, þar sem hjer væri ekki um neinar sjerstakar ástæður að ræða, heldur svo almennar ástæður að þær næðu til flestra þeirra er börn eiga á skólanum.  Þar af leiðir að slíkar undanþágur gætu valdið losi á skólahaldinu í heild sinni.  Ákvað svo nefndin að veita ekki þá eptir æsktu undanþágu.

Fleira kom ekki til umræðu. Fundi slitið.

Magnús Jónsson Árni Filippusson Ágúst Árnason St. Sigurðsson.









Ár 1909, sunnudaginn 2. maí átti skólanefndin fund með sjer í Ásgarði. Á fundinum mættu allir núverandi nefndarmenn (þ. e. 4, en hinn 5., sem er fyrverandi formaður nefndarinnar, var þá burtvikinn).

Fram voru lagðar og undirskrifaðar þær fyrirskipuðu skýrslur um skóla hjeraðsins næsta skólatímabil, sömuleiðis reikningir yfir tekjur og gjöld hans sama tíma.  Var skrifara nefndarinnar Árna Filippussyni, falið að afgreiða hvorttveggja til stjórnarráðs Íslands, og að sækja um leið um styrk til skólans af fje því, er gildandi fjárlög heimila að veita til barnaskóla.

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.

Sigurður Sigurfinnsson Ágúst Árnason St. Sigurðsson Árni Filippusson











 Í nafni og umboði skólanefndarinnar í Vestmannaeyjaskólahjeraði leyfi jeg mjer hjermeð að beiðast þess, að hinu  háa stjórnarráði Íslands mætti þóknast að veita barnaskólanum hjer tiltölulegarn styrk af fje því, sem í fjárlögunum er ákveðið að veita til barnaskóla á Íslandi um skólaárið 1909.  Hjermeð fylgja fyrirskipaðar skýrslur og skírteini skólans áhrærandi, semsje:  skýrsla um árspróf og fullnaðarpróf, skýrsla um hag skólans, vottorð prófdómenda, skrá yfir kennsluáhöld og reikningur skólans.

Vestmannaeyjum 3. maí 1909. Árni Filippuson h.t. skrifari skólanefndarinnar

Til stjórnarráðs Íslands



Ár 1909, mánudaginn hinn 30. ágúst, átti skólanefndin fund með sjer í þinghúsinu. Allir nefndarmenn mættu á fundinum þar með talinn hinn nýkosni skólanefndarmaður Sveinn P. Scheving bóndi á Steinsstöðum, sem kosinn var í nefndina í stað sýslumanns Magnúsar Jónssonar, sem er burtfluttur. Hann hafði verið formaður nefndarinnar. Formaður nefndarinnar var kosinn Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson. Því næst var tekið fyrir: 1. Ákveðið var að skifta 1. bekk skólans í 2 deildir ( a - deild og b – deild ) eins og næstl. skólatímabil og sama fyrirkomulag verði á þeim deildum og þá og xxx borgun greiðist fyrir kennslu barna í a- deildinni og þá, semsje 12 kr. 2. Ákveðið var að kennsla í skólanum byrji daglega kl. 9 f. m. en í a – deild 1. bekkjar byrji kennslan kl. 1 e. m. og standi yfir 4 stundir á dag. Vegna aukins kennslutíma var ákveðið að laun kennara deildarinnar yrðu 350 kr. En þá gert ráð fyrir að nemendur deildarinnar yrðu allt að 20. 3. Innheimta kennslukaups fyrir nemendur a–deildar var falin á hendur Sigurði hreppstjóra Sigurfinnssyni, gegn 6% innheimtulaunum. Að því leyti sem kennslukaup fyrir nemendur deildarinnar hrekkur ekki fyrir launum kennarans, greiðist þau úr sveitarsjóði. 4. Formanni nefndarinnar var falið að semja við Brynjólf Sigfússon um söngkennslu í skólanum og um borgun fyrir hana. 5. Samið var við formann sóknarnefndarinnar um að kaupa eldra orgel kirkjunnar til afnota við söngkennslu í skólanum – fyrir 200 krónur, með því skilyrði að leiga eftir orgelið fyrir næstl. skólaár falli niður. 6. Ákveðið var að kaupa „Tellurium“, til afnota við skólann, fyrir 25 krónur. Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið. Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson St. Sigurðsson Ágúst Árnason Sveinn P. Scheving





Ár 1910, laugardaginn hinn 5. marz, átti skólanefnd fund með sjer að Ásgarði.

Allir nefndarmenn mættu á fundinum.
  Fram voru lagðar, yfirskoðaðar og undirskrifaðar hinar fyrirskipuðu skýrslur um skólahjeraðsins næstl. skólatímabil.  Var formanni nefndarinnar falið að afgreiða skýrslur þessar til stjórnarráðs Íslands.

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið

Sigurður Sigurfinnsson Ágúst Árnason Sveinn P. Scheving St. Sigurðsson Árni Filippusson












Ár 1910, miðvikudaginn 23. marz átti skólanefndin fund með sjer að Ásgarði.

Steinn Sigurðsson var fjærverandi, hinir 4 nefndarmenn mættu á fundinum.
  Formaður nefndarinnar lagði fram reikning yfir tekjur og gjöld skólans næstl. skólaár; sá reikningur var samþykktur og undirskrifaður af nefndarmönnum.

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið

Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson Sveinn P. Scheving Ágúst Árnason


  Ár 1910, fimmtudaginn hinn 1. septbr. átti skólanefndin fund með sjer að Ásgarði. Allir nefndarmennirnir mættu á fundinum. Var þá tekið fyrir 1. Vegna þess að börnum skólahjeraðsins á skólaaldri hefir enn fjölgað til muna, var ákveðið að skólinn skiptist í 5 deildir ( bekki ). Í þremur þeirra byrjar kennslan daglega kl. 9 f. m., en í tveimur þeirra kl. 1 e. m. Í hverri deild sjeu 4 kennslustundir á dag. 2. Fyrirkomulag 1., 3., 4., og 5. deildar og kennsla í þeim verður eins og að undanförnu hefir verið í 1., 2., 3., og 4. deild en við bætist 2. deild, og samdi nefndin við Stein skólastjóra Sigurðsson um að hann tæki að sjer kennslu í þeirri deild yfir nýbyrjaðan skólatíma frá k. 1 til 5 nú daglega fyrir 200 krónur viðbót við áður ákveðin laun hans. 3. Ákveðið var að kaupa nýtt Íslands – kort til afnota fyrir skólann, og var skólastjóra falið að útvega það. 4. Samkvæmt beiðni Ágústar Gíslasonar í Landlyst var veitt undanþága frá því að Matthildur dóttir hans, sem er á skólaskyldualdri, sækti skólann, með því hann sendi nefndinni skriflega sönnun fyrir því að hún yrði aðnjótandi kennslu hjá frú Elínu Einarsson í Hofi. 5. Kennslukaup fyrir þá nemendur skólans, sem ekki eru á skólaskyldu-aldri, var ákveðið, eins og að undanförnu, 12 kr. fyrir hvern, eða, 2 kr. um mánuðinn. Formanni nefndarinnar var falið að innheimta það gegn 6% innheimtulaunum.

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.

Sigurður Sigurfinnsson Sveinn P. Scheving Ágúst Árnason St. Sigurðsson Árni Filippusson






Ár 1910, miðvikudaginn 29. september, átti skólanefndin fund með sjer að Ásgarði. Allir nefndarmenn á fundi þ. e. Sigurður Sigurfinnsson, Steinn Sigurðsson, Sveinn P. Scheving og Árni Filippusson, sem allir höfðu verið endurkosnir í nefndina til þriggja ára og sr. Jes A. Gíslason sem einnig hafði verið kosinn í nefndina í stað Ágústar Árnasonar.

  Var þá

1. Lesið upp brjef frá stjórn Ungmennafjelags Vestmannaeyja dags. 26. s. m. þar sem hún fer þess á leit fyrir hönd nefnds fjelags, að skólanefndin ljái því ókeypis húsnæði fyrir unglinga kvöldskóla í skólahúsi hjeraðsins en gefur í skyn að hún muni annast um hitun og lýsing skólastofunnar án kostnaðar fyrir barnaskólann eða sveitarsjóðinn. Nefndin ályktaði að veita hið umbeðna með greindum skilyrðum. 2. Lagt var fram brjef frá Umsjónarmanni fræðslumálanna dags. 17. s. m. Með því brjefi er nefndinni tilkynnt að stjórnarráðið hafi úthlutað barnaskólanum 600 kr. af því fje sem veitt er til barnaskóla í fjárlögunum. 3. Nefndin ljet í ljósi þá ósk sína að bindindisfræðsla, með stuttum fyrirlestrum við hæfi barnanna, færi fram í barnaskólanum við og við. 4. Áður kosnir formaður og skrifari nefndarinnar voru endurkosnir.

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.

Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson Jes A. Gíslason Sveinn P. Scheving St. Sigurðsson







Ár 1911, sunnudaginn hinn 30. apríl, átti skólanefndin fund með sjer að Ásgarði.

Allir nefndarmenn mættu á þeim fundi.
  Var þá:

1. Lagðar fram, yfirskoðaðar og undirskrifaðar hinar fyrirskipuðu skýrslur um skóla hjeraðsins næstl. skólatímabil. Var formanni falið að afgreiða skýrslur þessar til stjórnarráðsins. 2. Lagður var fram reikningur yfir tekjur og gjöld skólans næstl. skólatímabil. Var reikningurinn, ásamt fylgiskjölum hans, yfirskoðaður og því næst samþykktur og undirskrifaður af öllum nefndarmönnum. 3. Steini skólastjóra Sigurðssyni var falið að auglýsa fyrir almenningi í skólahjeraðinu hvenær beiðnir um undanþágu frá skólaskyldu skyldu fram koma, og hver þeim veitti móttöku.

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.

Sigurður Sigurfinnsson Jes A. Gíslason St. Sigurðsson Sveinn P. Scheving Árni Filippusson














Ár 1911, sunnudaginn hinn 25. júní, átti skólanefndin fund með sjer að Ásgarði.

 4 nefndarmenn mættu á fundinum en hinn 5., sr. Jes A. Gíslason, mætti ekki.  

Var þá: 1. Tilefni fundarins var, að einn af kennurum skólans hr. Sigurjón Högnason, hafði með brjefi dags. 31. maí, sem fram var lagt á fundinum, sagt lausri kennarasýslan við skólann, og var hann því athugasemdalaust leystur frá því starfi. 2. Þá var einnig lagt fram brjef frá Magnúsi Kristjánssyni frá Hvoli í Mýrdal, þar sem hann sækir um þessa lausu kennarastöðu. Umsóknarbrjefi þessu fylgdi prófskírteini nefnds Magnúsar frá Kennaraskólanum í Reykjavík, sem sýnir að hann er því vaksinn að takast á hendur hið umsótta starf. Nefndin ályktaði að veita nefndum Magnúsi Kristjánssyni þá umsótta kennarastöðu, og ákvað að hann skyldi fá að launum 75 kr. um mánuð hvern eða alls 450 kr. og tókst formaður nefndarinnar á hendur að annast um að samningur verði gjörður um þetta efni. 3. Steini skólastjóra Sigurðssyni var falið að leitast við að komast að samningi við bóksala Jón Sighvatsson um það að hann hafi ætíð á skólatímanum til sölu með svo vægu verði, sem kostur er á, þær skólabækur og ritföng sem skólabörnin þurfa að nota og skólastjóri til tekur.

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.

Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson Sveinn P.Scheving Steinn Sigurðsson










Ár 1911, þriðjudaginn 10. október, átti skólanefndin fund með sjer á skrifstofu Ísfjelags Vestmannaeyja.

             Einn nefndarmanna, Sveinn P. Scheving mætti ekki á fundinn; hinir  (4 þeirra) mættu.
  Var þá

1. Lagt fram brjef frá Guðna J. Johnsen og Páli Ólafssyni þar sem þeir vegna „Lúðrafélags Vestmannaeyja“ fara þess á leit að nefnt fjelag fái leigt herbergi í skólahúsinu til æfinga á komandi vetri. Skólanefndin ályktaði að gefa Lúðrafjelaginu kost á að frá skólastofu þá, sem er neðan lofts, gegnt norðurdyrum hússins, með því skilyrði, að það sjái sjer fyrir ljósi og hita og annist um að herbergið verði hreinsað undir eins og hverri samkomu þess fjelags þar er lokið, og það af þeim sem formaður skólanefndarinnar telur vel til þess fallinn. Enn fremur skyldi það gert að skilyrði að þegar þingsalurinn, sem nú sem stendur er því nær fullur af saltfiski – losnar, skuli Lúðrafjelagið nota hann í stað greindrar skólastofu og þá með sömu skilyrðum. 2. Steinn Sigurðsson fór þess á leit að ungmennafjelag Vestmannaeyja fái ljeða skólastofu í sama skyni og með sömu skilyrðum og ákveðið var á fundi skólanefndarinnar 29. septbr. f. á. Nefndin ályktaði að verða við þeim tilmælum.

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.

Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson St. Sigurðsson Jes A. Skúlason