Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörðabók/Gjörðabók fyrir skólanefndina í Vestmannaeyja skólahéraði 1909-1932 texti bls. 11-20

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit


Bls. 17

Ár 1909, sunnudaginn 31. janúar, átti skólanefndin fund með sjer á heimili formanns hennar. Allir nefndarmenn mættu á fundinum.
Fram voru lagðar skriflegar beiðnir frá 5 aðstandendum skólabarna um að börn þeirra yrði leyst frá skólanámi frá byrjun febrúarmánaðar til loka yfirstandandi skólatíma. Ástæða til þessara beiðna voru annir á viðkomandi heimilum á vetrarvertíðinni. Eftir nokkrar umræður komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hvorki lögin um fræðslu barna nje reglugjörð skólans heimiliðu undanþágu þá, sem farið er fram á, þar sem hjer væri ekki um neinar sjerstakar ástæður að ræða, heldur svo almennar ástæður að þær næðu til flestra þeirra er börn eiga á skólanum. Þar af leiðir að slíkar undanþágur gætu valdið losi á skólahaldinu í heild sinni. Ákvað svo nefndin að veita ekki þá eptiræsktu undanþágu.

Fleira kom ekki til umræðu. Fundi slitið.
Magnús Jónsson Árni Filippusson Ágúst Árnason
St. Sigurðsson


Ár 1909, sunnudaginn 2. maí átti skólanefndin fund með sjer í Ásgarði. Á fundinum mættu allir núverandi nefndarmenn (þ. e. 4, en hinn 5., semsje fyrverandi formaður nefndarinnar, var þá burtvikinn).

Fram voru lagðar og undirskrifaðar þær fyrirskipuðu skýrslur um skóla hjeraðsins næsta skólatímabil, sömuleiðis reikningur yfir tekjur og gjöld hans sama tíma. Var skrifara nefndarinnar Árna Filippussyni, falið að afgreiða hvorttveggja til


Bls. 18


stjórnarráðs Íslands, og að sækja um leið um styrk til skólans af fje því, er gildandi fjárlög heimila að veita til barnaskóla.

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.
Sigurður Sigurfinnsson Ágúst Árnason St. Sigurðsson
Árni Filippusson


----------


Í nafni og umboði skólanefndarinnar í Vestmannaeyjaskólahjeraði leyfi jeg mjer hjermeð að beiðast þess, að hinu háa stjórnarráði Íslands mætti þóknast að veita barnaskólanum hjer tiltölulegarn styrk af fje því, sem í fjárlögunum er ákveðið að veita til barnaskóla á Íslandi um skólaárið 1909. Hjermeð fylgja fyrirskipaðar skýrslur og skírteini skólans áhrærandi, semsje: skýrsla um árspróf og fullnaðarpróf, skýrsla um hag skólans, vottorð prófdómenda, skrá yfir kennsluáhöld og reikningur skólans.
Vestmannaeyjum 3. maí 1909.
Árni Filippuson
h.t. skrifari skólanefndarinnar
Til stjórnarráðs Íslands


Bls. 19


Ár 1909, mánudaginn hinn 30. ágúst, átti skólanefndin fund með sjer í þinghúsinu. Allir nefndarmenn mættu á fundinum þar með talinn hinn nýkosni skólanefndarmaður Sveinn P. Scheving bóndi á Steinsstöðum, sem kosinn var í nefndina í stað sýslumanns Magnúsar Jónssonar, sem er burtfluttur. Hann hafði verið formaður nefndarinnar. Formaður nefndarinnar var kosinn Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson.
Því næst var tekið fyrir:
1. Ákveðið var að skipta 1. bekk skólans í 2 deildir ( a - deild og b – deild ) eins og næstl. skólatímabil og sama fyrirkomulag verði á þeim deildum og þá og xxx borgun greiðist fyrir kennslu barna í a- deildinni og þá, semsje 12 kr.
2. Ákveðið var að kennsla í skólanum byrji daglega kl. 9 f. m. en í a – deild 1. bekkjar byrji kennslan kl. 1 e. m. og standi yfir 4 stundir á dag. Vegna aukins kennslutíma var ákveðið að laun kennara deildarinnar yrðu 350 kr. En þá gert ráð fyrir að nemendur deildarinnar yrðu allt að 20.
3. Innheimta kennslukaups fyrir nemendur a–deildar var falin á hendur Sigurði hreppstjóra Sigurfinnssyni, gegn 6% innheimtulaunum. Að því leyti sem kennslukaup fyrir nemendur deildarinnar hrekkur ekki fyrir launum kennarans, greiðist þau úr sveitarsjóði.
4. Formanni nefndarinnar var falið að semja við Brynjólf Sigfússon um söngkennslu í skólanum og um borgun fyrir hana.
5. Samið var við formann sóknarnefndarinnar um að kaupa eldra orgel kirkjunnar til afnota við söngkennslu í skólanum – fyrir 200 krónur, með því skilyrði að leiga eftir orgelið fyrir næstl. skólaár falli niður.
6. Ákveðið var að kaupa „Tellurium“, til afnota við skólann, fyrir 25 krónur.

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.
Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson St. Sigurðsson
Ágúst Árnason Sveinn P. Scheving


Bls. 20


Ár 1910, laugardaginn hinn 5. marz, átti skólanefnd fund með sjer að Ásgarði.
Allir nefndarmenn mættu á fundinum.

Fram voru lagðar, yfirskoðaðar og undirskrifaðar hinar fyrirskipuðu skýrslur um skólahjeraðsins næstl. skólatímabil. Var formanni nefndarinnar falið að afgreiða skýrslur þessar til stjórnarráðs Íslands.
Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið
Sigurður Sigurfinnsson Ágúst Árnason Sveinn P. Scheving
St. Sigurðsson Árni Filippusson


Ár 1910, miðvikudaginn 23. marz átti skólanefndin fund með sjer að Ásgarði.
Steinn Sigurðsson var fjærverandi, hinir 4 nefndarmenn mættu á fundinum.

Formaður nefndarinnar lagði fram reikning yfir tekjur og gjöld skólans næstl. skólaár; sá reikningur var samþykktur og undirskrifaður af nefndarmönnum.
Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið
Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson
Sveinn P. Scheving Ágúst Árnason


Ár 1910, fimmtudaginn hinn 1. septbr. átti skólanefndin fund með sjer að Ásgarði. Allir nefndarmennirnir mættu á fundinum.

Var þá tekið fyrir.

1. Vegna þess að börnum skólahjeraðsins á skólaaldri hefir enn fjölgað til muna, var ákveðið að skólinn skiptist í 5 deildir ( bekki ). Í þremur þeirra byrjar kennslan daglega kl. 9 f. m., en í tveimur þeirra kl. 1 e. m. Í hverri deild sjeu 4 kennslustundir á dag.
2. Fyrirkomulag 1., 3., 4., og 5. deildar og kennsla í þeim verður eins og að undanförnu hefir verið í 1., 2., 3., og 4. deild en við bætist 2. deild, og samdi nefndin við Stein skólastjóra Sigurðsson um að hann tæki að sjer kennslu í þeirri deild yfir nýbyrjaðan skólatíma frá k. 1 til 5 nú daglega fyrir 200 krónur viðbót við áður ákveðin laun hans.
3. Ákveðið var að kaupa nýtt Íslands – kort til afnota