Anna Petrína Ragnarsdóttir

From Heimaslóð
Revision as of 11:00, 28 November 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Anna Petrína Ragnarsdóttir.

Anna Petrína Ragnarsdóttir húsfreyja fæddist 30. sept. 1930 í Stykkishólmi.
Foreldrar hennar voru Ragnar Hinrik Einarsson frá Stykkishólmi, sjómaður, f. 15. ágúst 1901 í Læknishúsi þar, d. 29. september 1948, og kona hans Solveig Þorsteina Ingvarsdóttir frá Fossi í Staðarsveit á Snæf., húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 10. júní 1901 í Búðabæ í Staðarsveit, d. 7. júní 1972.

Anna var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Péturshúsi í Stykkishólmi 1943.
Hún flutti til Eyja um tvítugt, vann ýmis þjónustustörf.
Þau Sigurbergur giftu sig 1954, eignuðust 5 börn. Þau byggðu og bjuggu í húsinu við Skólaveg 6. Þau bjuggu síðar á Tungubakka 28 í Reykjavík, en síðast í Fensölum í Kópavogi.
Sigurbergur lést 2015.
Anna keypti hannyrðaverslun í Breiðholti og rak í nokkur ár.
Hún dvelur nú á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.

I. Maður Önnu Petrínu, (17. apríl 1954), var Sigurbergur Hávarðsson útvarpsvirki, f. 12. nóvember 1927, d. 30. ágúst 2015.
Börn þeirra:
1. Eyþór Sigurbergsson rafeindavirki í Noregi, vinnur ýmis tæknistörf, f. 2. ágúst 1954. Kona hans Turid Lismoen.
2. Ómar Sigurbergsson húsgagnasmiður, húsgagna- og innanhússarkitekt, f. 26. september 1958. Fyrrum kona hans Dagbjört Guðmundsdóttir. Kona hans Sif Gunnarsdóttir.
3. Ívar Sigurbergsson tónlistarkennari, f. 7. júlí 1963. Kona hans Auður Ögmundsdóttir.
4. Edda Sigurbergsdóttir fjármálastarfsmaður, f. 3. ágúst 1965. Fyrrum eiginmaður Sævar Guðmundsson.
5. Ester Sigurbergsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1. ágúst 1968. Fyrrum sambúðarmaður hennar Oddsteinn Björnsson. Maður hennar Anton Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.