Þráinn Karlsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þráinn Karlsson.

Þráinn Karlsson byggingaverkfræðingur fæddist 9. júní 1938 á Goðafelli við Hvítingaveg 3.
Foreldrar hans voru Karl Jakobsson frá Haga í Aðaldal, S.Þing., húsasmíðameistari, f. 3. maí 1911, d. 27. desember 1994, og kona hans Auður Eiríksdóttir frá Borgum í Þistilfirði, ljósmóðir, f. 20. september 1902, d. 8. júlí 1979.

Börn Auðar og Karls:
1. Þráinn Karlsson byggingaverkfræðingur, f. 9. júní 1938. Kona hans Birna Magnúsdóttir.
2. Örlygur Karlsson félagsfræðingur, stjórnmálafræðingur, aðstoðarskólameistari, f. 2. maí 1945. Kona hans Steingerður Jónsdóttir.

Þráinn var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1945.
Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík 1963, fyrrihlutaprófi í verkfræði í H.Í. 1962, Civ. Ing-prófi í byggingaverkfræði í DTH í Kaupmannahöfn 1966.
Þráinn var verkfræðingur hjá mælingadeild Reykjavíkurborgar 1966-1968, hjá byggingafulltrúa þar 1968-1978. Hann rak eigin verkfræðistofu 1978-1985 og frá 1985 með Benedikt Skarphéðinssyni undir nafninu Verkfræðistofa Þráins og Benedikts hf.
Þráinn var í lagnastaðlanefnd Iðntæknistofnunar 1973-1982, í almannavarnanefnd Reykjavíkur 1970-1982.
Þau Birna giftu sig 1961, eignuðust fjögur börn.

I. Kona Þráins, (30. desember 1961), er Birna Magnúsdóttir handavinnukennari, f. 16. desember 1935. Foreldrar hennar voru Magnús Kristjánsson kökugerðarmaður, f. 14. september 1906, d. 10. desember 1993, og kona hans Jakobína Björg Einarsdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1915, d. 29. júní 1997.

Börn þeirra:
1. Magnús Þráinsson viðskiptafræðingur, f. 19. júní 1961.
2. Karl Þráinsson byggingaverkfræðingur, f. 10. ágúst 1965. Kona hans Helga Melkorka Óttarsdóttir.
3. Björg Jakobína Þráinsdóttir kjólameistari og verslunarstjóri, f. 18. maí 1967. Sambúðarmaður hennar Guðmundur Halldór Torfason.
4. Auður Þráinsdóttir snyrtifræðingur, f. 18. maí 1967.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.