Karl Jakobsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Karl Jakobsson frá Haga í Aðaldal, S.-Þing., húsasmíðameistari fæddist 3. maí 1911 og lést 27. desember 1994.
Foreldrar hans voru Jakob Þorgrímsson bóndi í Haga, f. 29. mars 1877, d. 6. nóvember 1926, og kona hans Rannveig Jónasdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1881, d. 25. desember 1970.

Karl flutti til Eyja 1933, lærði þar húsasmíði.
Hann vann við iðn sína í Eyjum, flutti til Reykjavíkur 1946, hóf störf hjá Byggingafélaginu Brú og vann hjá því fyrirtæki á meðan það starfaði. Fyrsta byggingin, sem hann vann við var Gagnfræðaskóli Austurbæjar. Árið 1953 hóf hann vinnu við Borgarspítalann, en grunnur hafði verið tekinn að því húsi árið áður. Karl varð fljótlega meistari við Borgarspítalann og vann síðan einnig á eigin vegum við innréttingu hans. Hann vann einnig við margar aðrar stórbyggingar í Reykjavík, m.a. Skúlatún 2, Laugalækjarskóla, Vogaskóla og Kaffibrennslu O. Johnson & Kaaber svo nokkrar séu taldar. Eftir að byggingu Borgarspítalans lauk, þ.e. A- og E-álmu, tók Karl að sér að stjórna smíðaverkstæði Borgarspítalans og sá um viðhald við spítalann. Þegar hann lét af störfum vegna aldurs árið 1981, hafði hann starfað við spítalann óslitið í 28 ár.
Hann sat í stjórn Meistarafélags húsasmiða um nokkurra ára skeið.
Þau Auður giftu sig 1936, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Goðafelli við Hvítingaveg 3, síðan við Fífilgötu 5.
Auður lést 1979.
Þau Aðalbjörg hófu sambúð 1980. Þau bjuggu í Reykjavík.
Aðalbjörg lést 1992 og Karl 1994.

I. Kona Karls, (24. október 1936), var Auður Eiríksdóttir frá Borgum í Þistilfirði, ljósmóðir, f. 20. september 1902, d. 8. júlí 1979.
Börn þeirra:
1. Þráinn Karlsson byggingaverkfræðingur, f. 9. júní 1938. Kona hans Birna Magnúsdóttir.
2. Örlygur Karlsson félagsfræðingur, stjórnmálafræðingur, aðstoðarskólameistari, f. 2. maí 1945. Kona hans Steingerður Jónsdóttir.

II. Sambúðarkona Karls var Aðalbjörg Guðný Björnsdóttir frá Ytri-Tungu á Tjörnesi, áður húsfreyja í Saltvík á Tjörnesi og í Húsavík, f. 19. desember 1912, d. 7. mars 1992. Foreldrar hennar voru Björn Frímann Helgason bóndi og trésmiður, f. 19. júní 1867, d. 7. mars 1942, og kona hans Guðrún Snjólaug Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 24. desember 1867, d. 7. mars 1949.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.