Þorbjörn Jónsson (Dalahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. desember 2013 kl. 19:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. desember 2013 kl. 19:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þorbjörn Jónsson''' tómhúsmaður í Dalahjalli fæddist 1765 og lést í Dalahjalli 20. febrúar 1811 „úr megrusótt‟. Þorbjörn var kvæntur vinnumað...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þorbjörn Jónsson tómhúsmaður í Dalahjalli fæddist 1765 og lést í Dalahjalli 20. febrúar 1811 „úr megrusótt‟.

Þorbjörn var kvæntur vinnumaður í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum 1801.
Hann lést 1811 í Eyjum.
Þau Kristín voru bæði vinnuhjú í Bakkahjáleigu 1801 með börnin Önnu 3 ára og Ástríði eins árs. Þau eignuðust Jón fyrir brottför úr Landeyjum. Þetta voru einu börnin, sem lifðu. Þau 5 börn, sem fæddust í Eyjum dóu nýfædd eða fæddust andvana.

Kona Þorbjörns var Kristín Þórólfsdóttir húsfreyja, f. 1765, d. 11. október 1830.

Börn þeirra hér:
1. Anna Þorbjörnsdóttir, f. 1798, d. 11. mars 1849.
2. Ástríður Þorbjörnsdóttir, f. 22. september 1799, d. 29. apríl 1883.
3. Jón Þorbjörnsson í Dalahjalli, f. 1801 í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum. Var með móður sinni í Dalahjalli 1816, d. 3. október 1830.
4. Margrét Þorbjörnsdóttir, dó 8. júní 1802, lifði eina viku.
5. Valgerður Þorbjörnsdóttir, dó 21. september 1803.
6. Andvana barn, f. 21. júlí 1805.
7. Vilhjálmur Þorbjörnsson, d. 3. október 1807 úr ginklofa.
8. Andvana barn, jarðað 7. apríl 1809.


Heimildir