Úraníus Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. september 2020 kl. 10:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. september 2020 kl. 10:24 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Úraníus Guðmundsson vélstjóri, f. 28. desember 1914 í Reykjavík, d. 17. júní 1968.
For.: Pálína Samúelsdóttir úr Strandasýslu, f. 10. júní 1871, d. 3. des 1959 á Elliheimili VestmannaeyjaSkálholti, og Guðmundur Semingsson frá Skinnastöðum í Þingeyrarsókn í Húnavatnssýslu, f. 15. október 1854, d. 23. ágúst 1922.

Úraníus bar skírnarnafnið Úranus, en breytti því. Hann varð vélstjóri 1941 og var vélstjóri um árabil á Baldri VE-24 með Haraldi Hannessyni. Í blaðnefnd Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja var hann 1954 og 1955.

I. Kona hans, (4. desember 1952), var Jórunn Lilja Magnúsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 5. desember 1919, síðast að Hraunbúðum, d. 14. febrúar 2008.
Börn þeirra:
1. Viktor Þór Úraníusson, trésmiður í Eyjum og á Reykjalundi, f. 27. janúar 1942 á Flötum 10, d. 27. ágúst 2020.
2. Pálína Úranusdóttir, starfskona á Sjúkrahúsinu, f. 5. september 1950 á Landspítalanu.
3. Gylfi Þór Úranusson vélstjóri, f. 10. nóvember 1953, d. 30. september 2012.
4. Jón Trausti Úranusson, vinnuvélastjóri, f. 9. júní 1952, dó af slysförum í hlíðum Eldfells 28. júní 1993.
5. Skúli Úranusson, bifreiðastjóri, f. 23. maí 1956 á Brekastíg 8.
6. Oddgeir Magnús Úranusson, sjómaður, f. 30. október 1958 í Eyjum.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.