Úraníus Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. október 2012 kl. 18:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. október 2012 kl. 18:30 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Úraníus Guðmundsson vélstjóri, f. 28. desember 1914, d. 17. júní 1968.
For.: Pálína Samúelsdóttir úr Strandasýslu, f. 10. júní 1871, d. 3. des 1959 á Elliheimili VestmannaeyjaSkálholti, og Guðmundur Semingsson frá Skinnastöðum í Þingeyrarsókn í Húnavatnssýslu, f. 15. október 1854, d. 23. ágúst 1922.
Úraníus bar skírnarnafnið Úranus, en breytti því. Hann var vélstjóri um árabil á Baldri VE-24 með Haraldi Hannessyni. Í blaðnefnd Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja var hann 1954 og 1955.
Maki: Jórunn Lilja Magnúsdóttir, f. 5. desember 1919, d. 14. febrúar 2008, Boðaslóð 6, síðast að Hraunbúðum.
Börn:
Viktor Þór, f. 27. janúar 1942.
Pálína,
Gylfi Þór, f. 10. nóvember 1953, d. 30. september 2012.
Skúli,
Oddgeir Magnús.


Heimildir